Slysa- og atvikaskýrslur Síða 6

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur vestan Markarfljóts

Mercedes Benz bifreið var ekið vestur Suðurlandsveg skammt vestan við Markarfljót þegar Kia
bifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á
Mercedes Benz bifreiðina. Ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar lést í slysinu en ökumaður og
farþegar Kia bifreiðarinnar hlutu ekki lífshættulega áverka.

Skýrsla 16.05.2018
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Höfðabrekku

Toyota Yaris bifreið ekið vestur Suðurlandsveg að Höfðabrekku.
Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu.


Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum.
Að sögn björgunaraðila, sem kallaðir voru til vegna slyssins, var mjög hvasst þegar þeir komu á vettvang.


Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést
af völdum áverka sem hann hlaut.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Úttekt á þjóðveginum skammt frá Höfðabrekku 04.04.2018
Umferðarsvið

Lyngdalsheiðarvegur

Nissan bifreið á leið vestur Lyngdalsheiðarveg var ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi í Nissan bifreiðinni létust í slysinu.

Sennilegt er að ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi sofnað eða misst athygli frá akstrinum af óþekktum ástæðum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Burðarþyngd hjólbarða 08.03.2018
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Bitru

Ökumaður Subaru bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að
bifreið hans fór yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir Ford bifreið sem ekið var úr
gagnstæðri átt. Bifreiðarnar lentu saman í hörðum árekstri og lést ökumaður Subaru
bifreiðarinnar vegna fjöláverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Tillaga um breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja 11.01.2018
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur við Hvamm

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla 03.01.2018
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur vestan Hunkubakka

Um kl. 11 miðvikudaginn 27. desember ók hópbifreið aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka. Í kjölfar árekstursins missti ökumaður hópbifreiðarinnar hjól út fyrir veg og valt á hliðina. Um borð voru 46 manns og létust tveir farþegar og nokkrir hlutu alvarlega áverka. Margir farþeganna og ökumaður voru ekki spenntir í öryggisbelti.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Viðhald þungra ökutækja
Áhættumat og öryggis- og heilbrigðisáætlun
Vinnufyrirkomulag ökumanna hópbifreiða
Merkingar og aðgengi áningarstaða 27.12.2017
Umferðarsvið

Miklabraut við Skeiðavog

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á mikilli ferð utan í vegrið. Ökumaðurinn, sem var undir áhrifum fíkniefna og áfengis, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Vanrækslugjald 25.11.2017
Umferðarsvið

Sæbraut við Kirkjusand 06.11.2017

Reiðhjólamaður hjólaði inn á Sæbraut gegn rauðu gönguljósi og rakst hann utan í hlið Ford bifreiðar sem ekið var austur Sæbraut. Ford bifreiðin var með Audi bifreið í drætti þegar slysið átti sér stað og varð reiðhjólamaðurinn í kjölfarið fyrir Audi bifreiðinni.

Reiðhjólamaðurinn lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla 06.11.2017
Umferðarsvið

Ferjuhöfnin við Árskógssand

Bifreið var ekið út af ferjubryggju á Árskógssandi og hafnaði hún í sjónum. Í bifreiðinni var ökumaður og tveir farþegar og létust þau í slysinu. Ökumaður hefur sennilega misst meðvitund við aksturinn af óþekktum ástæðum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Endurskoðun reglugerðar um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum 03.11.2017
Umferðarsvið

Valhallarbraut 28.8.2017

Að kvöldi 28. ágúst 2017 féll farþegi út úr leigubifreið á ferð. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust nokkrum dögum síðar á spítala.

Skýrsla 28.08.2017
Umferðarsvið