• Slysa- og atvikaskýrslur
  • Tillögur í öryggisátt
Meðferð mála frá árinu 2000. Ef óskað er eftir upplýsingum um eldri mál er bent á að hafa samband við skrifstofu RNSA.
Allar

Fréttir

06.12.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð á Meðallandsvegi skammt sunnan Kirkjubæjarklausturs þann 8. júlí 2022. Í slysinu var bifreið ekið út fyrir veg þar sem hún endastakkst nokkrum sinnum. Farþegi í aftursæti bifreiðarinnar lést í slysinu. Skýrslu nefndarinnar má finna hér: Meðallandsvegur

28.11.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð við Framhaldsskólann á Laugum þann 2. febrúar 2022.  Í slysinu varð vegfarandi á snjóþotu fyrir bifreið með þeim afleiðingum að hann lést. Skýrslu nefndarinnar má finna hér: Laugar í Reykjadal 2.2.2022

24.11.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á banaslysi sem varð á Suðurlandsvegi vestan Kúðafljóts þann 16. júní 2022. Í slysinu lést ökumaður fólksbifreiðar í framanákeyrslu við sendibifreið.  Skýrslu nefndarinnar má finna hér: Suðurlandsvegur vestan Kúðafljóts

Hvernig tilkynna skal slys eða atvik

Tilkynning um flugslys eða alvarlegt flugatvik

Verði flugslys eða alvarlegt flugatvik samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa ber sérhverjum sem um það veit að tilkynna það rannsóknarnefnd samgönguslysa án ástæðulauss dráttar eða ganga úr skugga um að nefndin hafi fengið vitneskju um slysið.

Sérstaka skyldu í þessu tilliti hafa:

  • Stjórnendur og eigendur eða umráðamenn loftfara.
  • Flugmálastjórn Íslands, flugrekendur, lögregla, rekstraraðilar flugvalla og veitendur flugleiðsöguþjónustu.
  • Opinberar stofnanir á sviði eftirlits með flugsamgöngum, Sjúkratryggingastofnun og tryggingafélög með starfsstöðvar hér á landi, auk annarra sem hafa fengið vitneskju um flugslys eða alvarlegt flugatvik.

Sama gildir um hvern þann sem finnur loftfar eða aðra hluti við aðstæður er benda til þess að flugslys eða alvarlegt flugatvik hafi orðið.

Bakvaktarnúmer vegna tilkynninga um flugslys, alvarlegt flugatvik eða flugumferðaratvik er:

660-0336

Eyðublað vegna tilkynningar á flugslysi eða alvarlegu flugatviki

Eyðublað vegna tilkynningar á flugumferðaratviki

Tilkynning um slys á sjó

Verði sjóslys eða sjóatvik samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa ber sérhverjum sem um það veit að tilkynna það rannsóknarnefnd samgönguslysa án ástæðulauss dráttar eða ganga úr skugga um að nefndin hafi fengið vitneskju um slysið.

Sérstaka skyldu í þessu tilliti hafa:

  • Stjórnendur og eigendur eða útgerðarmenn skipa.
  • Landhelgisgæsla Íslands, lögregla, rekstraraðilar hafna, tollstjóri og Vaktstöð siglinga.
  • Opinberar stofnanir á sviði eftirlits með skipasamgöngum, Sjúkratryggingastofnun og tryggingafélög með starfsstöðvar hér á landi, auk annarra sem hafa fengið vitneskju um slys eða atvik.

Sama gildir um hvern þann sem finnur skip eða aðra hluti við aðstæður er benda til þess að sjóslys eða sjóatvik hafi orðið.

Bakvaktarnúmer vegna tilkynninga um sjóslys eða sjóatvik er 769-0333 . Rannsakandi er á bakvakt allan sólarhringinn alla daga ársins. Einnig er geta þeir sem hafa aðgang tilkynnti í gegn um Atvik-sjómenn. Í boði er líka að fylla út eyðublað sem hægt er að senda á RNSA@RNSA.is

769-0333 Atvik sjómenn Eyðublað

 

Tilkynning vegna umferðarslysa

Fjarskiptamiðstöð Lögreglu tilkynnir umferðarslysasviði RNSA um slys sem mæta þeim skilyrðum sem sviðið setur. 

 

 

Ársyfirlit

Á neðangreindum hlekkjum má finna ársyfirlit hvers sviðs:

Ársyfirlit