Tilkynningar:

Fjarskiptamiðstöð lögreglu eða viðkomandi lögregluembætti skal, svo fljótt sem verða má, koma boðum um alvarleg umferðarslys  í bakvaktarsíma umferðarsviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem svarar allan sólahringinn alla daga ársins. Símanúmer bakvaktarsíma er 863-2643.

 

Skrifstofa:

Umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) er staðsett í húsnæði Flugbjörgunarsveitar að Flugvallarvegi í Reykjavík, en þar hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) aðsetur. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09:00 - 16:00 og er skrifstofusími 511-6500. 

 

Rannsakendur á umferðarsviði:

Helgi Þorkell Kristjánsson, BSc, MM  - Rannsóknarstjóri umferðarsviðs

Björgvin Þór Guðnason, BSc - Rannsakandi á umferðarsviði

 

Umferðarsvið rannsakar:

Umferðarsvið RNSA starfar í samræmi við lög um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013 og reglugerð nr. 763/2013. Umferðarsvið annast rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðarslysa samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa.

 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa:

Umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa er hluti af RNSA sem heyrir stjórnsýslulega undir Innanríkisráðherra. Stofnunin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var sett með lögum 18/2013 og tók til starfa þann 1. júní 2013, með sameiningu Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar umferðarslysa og Rannsóknarnefndar sjóslysa.

 

Sagan:

Rannsóknarnefnd umferðarslysa, sem áður hafði séð um um rannsóknir banaslysa og alvarlegra umferðarslysa, var stofnuð árið 1998. Árið 2005 voru sett lög um rannsóknarnefnd umferðarslysa.  Með lögunum var sett upp skipulag umferðarslysarannsókna með rannsóknarnefnd. Í nefndinni sátu þrír nefndarmenn, auk varamanna sem skipaðir voru af ráðherra. Einnig var skipaður forstöðumaður nefndarinnar sem var einnig rannsóknarstjóri.