Umferðarsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) annast rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðarslysa. Markmið rannsókna er að finna orsakaþætti og meðverkandi orsakaþætti sem leiddu til þess að banaslys eða alvarlegt umferðarslys varð.  Tilgangur rannsóknanna er að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur. Það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipta sök eða ábyrgð. Þegar slys verður í þeim flokki sem umferðarsvið RNSA hefur til rannsóknar tilkynnir vakstöð samræmdrar neyðarsímsvörunnar nefndinni um að slys eða atvik hafi orðið. Fara starfsmenn sviðsins á vettvang eins fljótt og auðið er.