Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Viðborðssel 21.11.2019

Síðdegis þann 21. nóvember 2019 var ekið á gangandi vegfaranda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. 

Skýrsla 21.11.2019
Umferðarsvið

Snæfellsnesvegur við Gröf

Bifreið sem ekið var vestur Snæfellsnesveg var ekið út af veginum hægra megin þar sem hún valt í vegfláanum. Tveir farþegar köstuðust út úr bifreiðinni, báðir hlutu alvarlega áverka og lést annar þeirra á sjúkrahúsi.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Forvarnir um svefn og þreytu 12.10.2019
Umferðarsvið

Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.

Skýrsla 15.09.2019
Umferðarsvið

Innstrandavegur við Hrófá 30.6 2019

Bifhjóli var ekið yfir blindhæð. Handan við hæðina voru kyrrstæðar bifreiðar á veginum í sömu akstursstefnu, í bið eftir að komast yfir einbreiða brú. Ökumaður bifhjólsins nauðhemlaði en féll af hjólinu og kastaðist aftan á öftustu bifreiðina við brúna. Lést hann á vettvangi.  

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varhugavert vegstæði 30.06.2019
Umferðarsvið

Ingjaldssandsvegur 27.6.2019

Ökumaður veghefils lést eftir að hann missti stjórn á heflinum við vinnu í brekku á Sandheiði á Ingjaldssandsvegi. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varakerfi hemla- og stýrisbúnaðar vinnuvéla 27.06.2019
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019

Ökumaður fólksbifreiðar ók of hratt og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 23.04.2019
Umferðarsvið