Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Barónsstígur Grettisgata

Rafhlaupahjóli var ekið austur Grettisgötu að Barónsstíg. Einstefna er vestur Grettisgötu. Á sama tíma var Mercedes Benz hópbifreið ekið norður Barónsstíg. Ökumaður rafhlaupahjólsins varð fyrir hópbifreiðinni og lést samstundis.

Skýrsla 19.11.2022
Umferðarsvið

Strandgata Akureyri

Gangandi vegfarandi gekk eftir Hofsbót og inn á mið gatnamót Strandgötu og Hofsbótar. Á sama tíma var fólksbifreið ekið Strandgötu í vinstri beygju inn á Hofsbót. Vegfarandinn varð fyrir bifreiðinni á miðjum gatnamótunum. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bæta merkingar og aðgengi gangandi vegfarenda
Öryggisáætlun við framkvæmdir 09.08.2022
Umferðarsvið

Akrafjallsvegur

Bílvelta varð á Akrafjallsvegi skammt vestan við Innnesveg. Bifreið sem var ekið hratt í vesturátt rann til vinstri, í hægri beygju við framúrakstur, út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Ökumaður var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu. 

Skýrsla 22.07.2022
Umferðarsvið

Meðallandsvegur

Bílvelta varð á Meðallandsvegi skammt sunnan Kirkjubæjarklausturs. Bifreið, sem ekið var hratt í norðausturátt, rann til vinstri í hægri beygju, út fyrir veg og endastakkst nokkrum sinnum. Farþegi í miðju aftursæti lést í slysinu.

Skýrsla 08.07.2022
Umferðarsvið

Innri-Gleðivík Djúpavogi

Þann 21. júní 2022 var gangandi vegfarandi staddur á Víkurlandi á Djúpavogi. Meðfram 180 metra kafla af veginum er listaverk sem telur 34 stækkaðar eftirlíkingar af fuglaeggjum. Vegfarandinn var við eitt af eggjunum. Á sama tíma var vinnuvél ekið suður Víkurland frá hafnarbakka í Innri-Gleðivík áleiðis að fiskmarkaði Djúpavogs, um 1 km leið. Fiskfarmur í fjórum fiskikörum var á lyftaragöfflum vinnuvélarinnar. Vinnuvélinni var ekið á vegfarandann sem lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bætt öryggi vegfarenda við listaverk á hafnarsvæði
Breytingar á skipulagi sveitarfélagsins
Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga 21.06.2022
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur vestan Kúðafljóts

Kia Picanto fólksbifreið var ekið norðaustur Suðurlandsveg skammt vestan við Kúðafljót. Á sama tíma var Mercedes Benz sendibifreið ekið úr gagnstæðri átt vestur Suðurlandsveg. Kia bifreiðinni var ekið yfir á vinstri akrein og framan á sendibifreiðina í hörðum árekstri.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Forvarnir um svefn og þreytu hjá ökumönnum
Heildaráætlun um samræmingu vegflokka við vegtegundir 16.06.2022
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur austan Brunnár

Vörubifreið með festivagn, sem ekið var austur Suðurlandsveg, fauk á hliðina og út af veginum. Farþegi í bifreiðinni lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Áhættumat og öryggisáætlun
Betri veðurgögn
Fræðsla um veðurfræði
Veðurfréttir 03.02.2022
Umferðarsvið

Laugar í Reykjadal

Nemandi við Framhaldsskólann á Laugum renndi sér á snjóþotu niður bratta brekku vestan við skólann og upp á Austurhlíðarveg. Á sama tíma var fólksbifreið ekið til suðurs eftir Austurhlíðarvegi og á nemandann á snjóþotunni. Nemandinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Skýrsluna má finna hér: Framhaldsskólinn á Laugum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Áhættumat og öryggisáætlun f. Framhaldsskólann á Laugum
Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga 02.02.2022
Umferðarsvið