Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Norðausturvegur 23.7.2020
Ökumaður fólksbifreiðar ók ölvaður á ofsahraða norður Norðausturveg. Skammt sunnan við vegamótin að Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést í slysinu.
Skýrsla 23.07.20202020-073-U010 Skeiðavegur við Stóru-Laxá
Síðdegis þann 10. júlí 2020 ók ökumaður á norðausturleið við vegamót Auðsholtsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar yfir á rangan vegarhelming til að forðast aftanákeyrslu á bifreið við vegamótin þar sem ökumaður þeirra bifreiðar var að undirbúa vinstri beygju. Á sama tíma kom bifreið úr gagnstæðri átt og varð harður árekstur með þeim afleiðingum að ökumaðurinn sem ók á röngum vegarhelmingi lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.
Skýrsla 10.07.2020Vesturlandsvegur 28.6.2020
Fjórum bifhjólum var ekið suður Vesturlandsveg. Ökumaður fremsta hjólsins missti stjórn á hjóli sínu á hálu nýlögðu malbiki og féll hjólið í götuna. Auk ökumanns var einn farþegi á hjólinu og runnu hjólið, ökumaðurinn og farþeginn yfir á rangan vegarhelming framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bæði ökumaður og farþegi bifhjólsins létust í slysinu. Ökumaður næstfremsta bifhjólsins missti einnig stjórn á hjóli sínu vegna ástands malbiksins. Hann rann út af veginum og slasaðist.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Bindandi reglur um öryggisúttekt áður en opnað er fyrir almenna umferð
Malbiksframleiðslan stóðst ekki gæðakröfur
Útlögn malbiks 28.06.2020
Reykjanesbraut við Dalveg 10.3.2020
Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja missti stjórn á bifreið sinni á frárein frá Reykjanesbraut að Dalvegi þegar ökumaður sem skipti um akrein ók í veg fyrir hann. Bifreiðin hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð með þeim afleiðingum að farþegi lét lífið af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 10.03.2020Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík
Fólksbifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík rann í veg fyrir vörubifreið með snjótönn sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Skráning og eftirlit með snjómokstursbúnaði á ökutækjum 12.01.2020
Gámaslys á Vesturlandsvegi
Vörubifreið var ekið suður Vesturlandsveg í Kollafirði á sama tíma og gámaflutningabifreið með tengivagni var ekið úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bifreiðarnar mættust féll gámur af tengivagninum í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður vörubifreiðarinnar hlaut alvarlega áverka við áreksturinn. Tengivagninn sveiflaðist til aftan í gámabifreiðinni og rakst á fólksbifreið sem ekið var á eftir vörubifreiðinni. Ökumaður hennar hlaut einnig alvarlega áverka.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Reglugerð um frágang farms
Gámafestingar
Frágangur farms 10.01.2020
Viðborðssel 21.11.2019
Síðdegis þann 21. nóvember 2019 var ekið á gangandi vegfaranda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 21.11.2019Snæfellsnesvegur við Gröf
Bifreið sem ekið var vestur Snæfellsnesveg var ekið út af veginum hægra megin þar sem hún valt í vegfláanum. Tveir farþegar köstuðust út úr bifreiðinni, báðir hlutu alvarlega áverka og lést annar þeirra á sjúkrahúsi.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Forvarnir um svefn og þreytu 12.10.2019
Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri
Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.
Skýrsla 15.09.2019Innstrandavegur við Hrófá 30.6 2019
Bifhjóli var ekið yfir blindhæð. Handan við hæðina voru kyrrstæðar bifreiðar á veginum í sömu akstursstefnu, í bið eftir að komast yfir einbreiða brú. Ökumaður bifhjólsins nauðhemlaði en féll af hjólinu og kastaðist aftan á öftustu bifreiðina við brúna. Lést hann á vettvangi.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Varhugavert vegstæði 30.06.2019