Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Miklabraut
Karlmaður og kona gengu austur Miklubraut að nóttu til milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Voru þau á gangi hægra megin stofnbrautarinnar, ýmist á akbrautinni eða uppi á grasinu. Rétt vestan við gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar ók Kia fólksbifreið á konuna á akbrautinni. Við áreksturinn kastaðist konan upp í loftið og hafnaði á grasinu 12 metrum austan við árekstarstaðinn. Dánarorsök konunnar var höfuðáverkar.
Skýrsla 01.10.2006Suðurlandsvegur við Bollastaði
Reiðmaður var á leið vestur reiðgötu sem liggur við hlið Suðurlandsvegar og hafði tvö önnur hross í taumi. Hugðist hann fara til Bollastaða, sem er hinum megin við Suðurlandsveg, séð frá reiðgötunni. Reið maðurinn upp á Suðurlandsveg í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg. Ökumaður reyndi að afstýra árekstrinum með því að beygja frá en missti stjórn á bílnum við það og fór útaf hægra megin. Köstuðust hrossið og maðurinn af framenda bifreiðarinnar á veginn. Reiðmaðurinn fórst við ákeyrsluna. Bíllinn hafnaði á hliðinni utan vegar (sjá skýringamynd). Áfengis- og lyfjapróf leiddi í ljós að
Skýrsla 16.09.2006Borgarfjarðarvegur Eystri við Fossgerði
Slysið varð á Borgarfjarðarvegi Eystri við Fossgerði, 3.7 km norðan þéttbýlismarka Egilsstaða. Tildrög slyssins má rekja til kappaksturs ökumanna tveggja fólksbifreiða sem óku í norðurátt frá Egilsstöðum að Eiðum. Óku þeir mjög greitt og skiptust á að taka fram úr hvor öðrum. Bifreiðunum var ekið samsíða rétt fyrir slysið. Ökumaður sem fórst var þá á hægri akrein, en hinn ökumaðurinn á öfugum vegarhelmingi. Á sama tíma var fólksbifreið og gámaflutningabifreið ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður sem ók á vinstri akrein sveigði þá yfir á réttan vegarhelming, fram fyrir ökumann á hægri akrein, sem þá ók til vinstri framan á
gámabifreiðina. Áreksturinn var mjög harður. Ökumaður hlaut yfirþyrmandi áverka á höfði, hálshrygg, brjósthrygg, mænu og ósæð og lést samstundis. Hún notaði ekki bílbelti auk þess sem hún var undir áhrifum áfengis.
Faxabraut, Keflavík
Slysið varð með þeim hætti að gangandi vegfarandi á leið suður yfir Faxabraut í Keflavík gekk í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var vestur Faxabraut. Ökumaður bifreiðarinnar sá konuna ekki í tæka tíð, hann nauðhemlaði en það dugði ekki til og konan lenti á vinstri framenda, gluggapósti og rúðu bifreiðarinnar, hentist í loft upp og skall síðan í götuna. Hún lést samstundis.
Skýrsla 27.08.2006Vesturlandsvegur við Köldukvísl
Fólksbifreið af gerðinni Opel Corsa var ekið Vesturlandsveg áleiðis til Reykjavíkur. Rétt norðan brúarinnar yfir Köldukvísl, hlupu tvö hross yfir veginn og lenti annar hesturinn framan á bifreiðinni. Við það missti ökumaður stjórn á henni og fór yfir á rangan vegarhelming þar sem hann lenti framan á annarri fólksbifreið, af gerðinni Subaru Legacy sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi í aftursæti vinstra megin í Opel bifreiðinni fórust í slysinu og tveir farþegar hlutu meiðsli. Ökumaður Subaru bifreiðarinnar og farþegi í framsæti hlutu nokkur meiðsli en farþegi í aftursæti hlaut lítil meiðsli. Ökumenn og farþegar í báðum bifreiðunum notuðu bílbelti.
Skýrsla 20.08.2006Garðskagavegur
Slysið varð á Garðskagavegi rétt norðan Sandgerðis. Ökumaður Toyota-fólksbifreiðar ók suður Garðskagaveg í átt að Sandgerði á allt of miklum hraða. Vegna ógætilegs aksturs rásaði bifreið hans til hægri út á malarvegöxl. Brást ökumaður við með því að rykkja bifreiðinni til vinstri. Við það fór hann yfir á rangan vegarhelming framan á Citroen-sendibifreið sem ekið var norður Garðskagaveg.
Skýrsla 16.08.2006Vesturlandsvegur við Árvelli
Árekstur varð milli fólksbifreiðar af gerðinni Musso Sport, sem dró óskráða kerru og var ekið vestur Vesturlandsveg í átt að Borgarnesi og fólksbifreiðar af gerðinni Ford Escape, sem ekið var austur Vesturlandsveg í átt að Reykjavík. Áreksturinn varð á vegarhelmingi ökumanns Ford Escape bifreiðarinnar og var mikil ákoma á hægri framhornum og hliðum beggja bifreiða (sjá afstöðumynd). Farþegi í framsæti Ford Escape bifreiðarinnar var 16 ára gömul stúlka. Hlaut hún fjöláverka og fórst í slysinu. Ökumaður Ford bifreiðarinnar slasaðist mikið. Hinn ökumaðurinn var einn á ferð og slasaðist hann nokkuð í árekstrinum. Báðir ökumenn og farþegi notuðu bílbelti og blésu loftpúðar út í báðum bifreiðum.
Skýrsla 16.08.2006Suðurlandsvegur við Langsstaði
Árekstur varð með fólksbifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg og jepplings sem ekið var austur Suðurlandsveg og fórst ökumaður fólksbifreiðarinnar í slysinu. Á vettvangi voru engin hemlaför á veginum en árekstursstaður var á vegarhelmingi jepplingsins. Er það til marks um að fólksbifreiðinni hafði verið ekið á öfugan vegarhelming framan á jeppabifreiðina. Að sögn vitnis var fólksbifreiðinni ekið þétt aftan við aðra bifreið og er sennilegt að ökumaður hafi ætlað að taka framúr þeirri bifreið.
Skýrsla 07.08.2006Suðurlandsvegur við Eystri Rangá
Ökumaður þungs bifhjóls ók austur Suðurlandsveg síðdegis í björtu og þurru veðri. Nokkur hundruð metrum fyrir vestan brúna yfir Eystri Rangá ók hann bifhjólinu á afturhjólbarðanum einum um stund. Í sömu andrá var bifreið ekið í gagnstæða stefnu yfir brúna. Rétt áður en bifhjólið og bifreiðin mættust, eða rúmlega 100 metrum vestan brúarinnar lenti framhjólið á malbikinu og stefndi bifhjólið framaná bifreiðina sem á móti kom.
Skýrsla 23.07.2006Hveravík
Slysið átti sér stað um miðjan daginn. Fólk á tveimur bílum var á ferðalagi um Vestfirði, nánar tiltekið á Drangsnesvegi í áttina til Hólmavíkur. Í austanverðri Hveravík liggur vegurinn niður við fjöru og eru minjar gamallar sundlaugar í flæðarmálinu. Hafði fólkið stöðvað bifreiðarnar þar og lagt þeim við vegbrún fjær fjörunni (sjá myndir hér að neðan). Í þann mund ók Nissan fólksbifreið inn í víkina einnig áleiðis til Hólmavíkur. Ökumaður fólksbifreiðarinnar hægði á sér er hann tók eftir bílunum sem lagt hafði verið á hægri akrein miðað við akstursstefnu hans.
Skýrsla 22.07.2006