Eldri skýrslur - RNU

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Norðurlandsvegur í Langadal

Ökumaður DAF vörubifreiðar, með Moeslein tengivagn, ók áleiðis norður þjóðveg 1 í Langadal að kvöldlagi. Á palli bifreiðarinnar voru lyftari og steinrör auk annars farms. Á tengivagninum voru 9 raðir af steinrörum og var hleðslan um 2,5 metrar á hæð. Innarlega í Langadal fór tengivagninn að hluta yfir á öfugan vegarhelming.

Skýrsla 27.12.2010
Umferðarsvið

Snorrabraut við Bergþórugötu

Tveimur fólksbifreiðum var ekið á hægri akrein suður Snorrabraut seinni part dags. Myrkur var úti, þurrt og meðal vindur. Fyrri bifreiðin var af Volkswagen Golf gerð en sú síðari Subaru Justy. Ökumenn þeirra biðu um stund á rauðu ljósi við Laugarveg, en óku svo áfram eftir að græna ljósið kom. Er þeir nálguðust gatnamótin við Bergþórugötu jók ökumaður Subaru bifreiðarinnar nokkuð hraðann og skipti yfir á vinstri akrein til að taka fram úr.

Skýrsla 18.12.2010
Umferðarsvið

Borgarbraut, Borgarnes.

Ökumaður fólksbifreiðar ók Borgarbraut í Borgarnesi til suðurs. Á sama tíma gekk gangandi vegfarandi, kona áleiðis yfir Borgarbrautina á gangbraut á móts við pósthúsið þar. Ökumaður sá ekki til konunnar og ók á hana. Þegar slysið varð var sól lágt á lofti úr suðri og blindaði ökumann. Konan sem fórst í slysinu var sem var 77 ára kona.

Skýrsla 27.11.2010
Umferðarsvið

Vegamót Suðurlands- og Dyrhólavegs

Erlendur ferðamaður ók Pajero jeppabifreið áleiðis Dyrhólaveg að vegamótum við þjóðveg 1 með tvo farþega. Á sama tíma var Dodge pallbifreið með eftirvagn ekið áleiðs austur Suðurlandsveg að vegamótunum. Í þeirri bifreið var einn farþegi auk ökumanns. Ökumaður Pajero bifreiðarinnar veitti vegamótunum ekki eftirtekt og ók inn á þau beint í veg fyrir pallbifreiðina.

Skýrsla 27.09.2010
Umferðarsvið

Vegamót þjóðvegar 1 og Hafnarvegar

Slysið varð með þeim hætti að tvö ökutæki rákust saman á vegamótum Hafnarvegar (99) og Hringvegarins. Toyota jeppabifreið, með hestakerru í eftirdragi með einum hesti í, var ekið norður Hafnarveg að vegamótunum. Ökumaður jeppans var á leið vestur áleiðis til Reykjavíkur og var einn á ferð með einn hest í kerrunni. Annarri bifreið, Kia Sportage, var ekið vestur Hringveginn að vegamótunum og beygt til vinstri inn á Hafnarveg beint í veg fyrir Toyota bifreiðina.

Skýrsla 23.08.2010
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 við Einarsstaði í Reykjadal

Gömul hópbifreið, með 15 erlenda ferðamenn innanborðs ásamt leiðsögu og ökumanni, fór út af þjóðvegi 1 í Reykjadal við bæinn Einarsstaði að kvöldi til miðvikudaginn 21. júlí 2010. Nokkrir farþeganna hlutu mikil
meiðsli og margir hlutu mar og skrámur.

Skýrsla 21.07.2010
Umferðarsvið

Vestfjarðavegur við Litla - Holt

Bifhjólamaður ók norður Vestfjarðaveg áleiðis að Gilsfirði. Á sama tíma var Nissan jeppabifreið ekið eftir heimreið frá sveitabæ áleiðis yfir Vestfjarðaveg. Tvær heimreiðar koma að veginum á þessum stað og mynda kross vegamót, sjá mynd hér að neðan. Ökumaður bifreiðarinnar sá ekki bifhjólið og ók inn á veginn í veg fyrir það.

Skýrsla 19.06.2010
Umferðarsvið

Hringbraut við Mánatorg, Reykjanesbæ

Ökumaður jeppabifreiðar ók norður Hringbraut frá Reykjanesbæ. Í bifreiðinni voru að auki þrír farþegar. Höfðu þeir allir verið að skemmta sér um nóttina og voru á heimleið undir morgun, áleiðis að Garði og Sandgerði. Skammt frá Mánatorgi ók ökumaður utan í ljósastaur, sveigði síðan til vinstri og ók þar útaf. Bifreiðin valt og hafnaði fimm metra utan vegar á hjólunum.

Skýrsla 24.04.2010
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 norðan við Ketilsstaði

Ökumaður fólksbifreiðar ók eftir þjóðvegi 1 á suðurleið frá Egilsstöðum. Skammt norðan við bæinn Ketilsstaði liggur vegurinn um aflíðandi vinstri beygju. Á vettvangi mátti greina að ökumaður hafði ekið út fyrir malbikið í beygjunni og sáust greinileg för í vegöxlinni hægra megin. Ökumaður hefur sennilega reynt að stýra bifreiðinni upp á veginn aftur en við það misst stjórn á henni.

Skýrsla 13.03.2010
Umferðarsvið