Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
22-037 S 029 Rán SH 307
Eldur í stýrishúsi
Nefndarálit:
Orsök brunans var gamalt og yfirlestað fjöltengi
Nr. 22-027 S 021 Elley EA 250
Bilun í stýri og dregin í land.
Sérstakar ábendingar:
Nefndin beinir því til stjórnenda skipa að kynna sér til hlítar notkun og möguleika til neyðarstýringa.
Skýrsla 30.03.202222 034 S 027 Pálína Þórunn.
Skipverji slasast í andliti.
Sérstök ábending:
Þegar veður er slæmt getur verið skynsamlegra að lengja í gröndurum þegar veiðarfærið er fyrir innan. Togþilfar þessa skips er stutt og því erfitt og tafsamt að viðhafa slíkt verklag. Í þessu tilfelli hefðu keðjur sem festar eru í rennuþil minnkað líkur á að grandari slægist til
Skýrsla 20.03.2022Nr. 22-022 S 018 Víkingur AK 100
Skipverji fer fyrir borð
Nefndarálit:
Nefndin ályktar ekki í málinu en telur engan vafa leika á því að björgunarsvestið, búið neyðarsendi, skipti sköpum um það hversu vel tókst til við björgun skipverjans.
Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu/Innviðaráðuneytis:
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu/ráðuneytis að sett sé í reglugerð ákvæði um að þeir sem sinna störfum á þilfari og á þeim stöðum í skipi þar sem hætta er á að menn geti fallið útbyrðis séu ávallt búnir uppblásanlegu björgunarvesti með neyðarsendi.
Skýrsla 20.03.2022