Slysa- og atvikaskýrslur Síða 4

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Huginn VE 55 – Sæfinnur BA 245 Sjóatvik

Bókun.

Mikilvæg ábending:

RNSA hvetur skipstjórnarmenn til að eiga góð samskipti sín á milli og hafa samband á rás 16 eða vinnurásum til þess að vera fullvissir að skip sem mætast skilji fyrirætlanir hvors annars.

 

Skýrsla 15.06.2023
Siglingasvið

2023-038-S-021 Katla RIB bátur

Nefndarálit:

 

Helsta orsök slyssins var að bátnum var siglt á of miklum hraða yfir kjölfar annars skips og undirstöður sætanna voru of háar til að þau virkuðu sem skyldi þar sem ekki var unnt að stilla hæð þeirra til samræmis við hæð farþega.

Skýrsla 15.06.2023
Siglingasvið

Norwegian Prima

Serious marine incident. Near miss grounding

Alvarlegt sjóatvik á Viðeyjarsundi

Niðurstöður Nefndarinnar og tillögur í öryggisátt.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23036S019T1
23036S019T2
23039S019T3
23036S019T4 26.05.2023
Siglingasvið

23-032-S-018 Viðey Re 50

Skipverji slasast á fæti.

 

Skýrsla 21.05.2023
Siglingasvið

23031S017 Ronja SH 53 Lokað með bókun

Bátur brennur og sekkur

Skýrsla 18.05.2023
Siglingasvið

23030S016 Harpa Farþegaskip vélarbilun

Vélarbilun

Nefndarálit:

Ástæða þess að vélar skipsins stöðvuðust var sú að olíuhæð í olíugeymi var orðin lægri en bæði síur og olíudælur ásamt því að loft var í lögnum.

 

Tillaga í öryggisátt

 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Skýrsla 03.05.2023
Siglingasvið

23026S014 Þristur ÍS 360

Eldsvoði

Nefndarálit:

Samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar varð eldur vegna bilunar í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Eftir að slökkvilið taldi í tvígang að eldurinn hefði verið slökktur kom upp  eldur í öðru rými hinu megin við rafmagnstöfluna, líklega vegna hita og glóðar sem varð að eldi þegar skipið var loftræst.

 

Tillaga í öryggisátt:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.

 

Skýrsla 29.04.2023
Siglingasvið

Grímsnes GK 555 Eldsvoði, Banaslys.

Niðurstaða rannsóknar. Eldur kviknaði í út frá vettlingaþurrka í stakkageymslu.

Skýrsla 25.04.2023
Siglingasvið

23021S011 Wilson Skaw

Lokaskýrsla um strand Wilson Skaw.

Niðurstaða nefndarinnar og tillögur í öryggisátt.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23021S011T01 Wilson Skaw
23021S011T02 Wilson Skaw
23021S011T03 Wilson Skaw
23021S011T04 Wilson Skaw 18.04.2023
Siglingasvið

23-021 S 011 Wilson Hook

Strandar í Ólafsvíkurhöfn

Við komu til hafnarinnar voru skipstjóra gefnar rangar upplýsingar um dýpið í
höfninni. Upplýsingarnar voru ekki í samræmi við rafræn sjókort skipsins. Miðað við
djúpristu skipsins hefði átt að láta skipið bíða þar til sjávarstaða hækkaði.

Skýrsla 26.03.2023
Siglingasvið