Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Alvarlegt flugatvik TF-ISR (Boeing 757-200) á Keflavíkurflugvelli

Þann 19. október 2016 skapaðist árekstrarhætta við jörðu þegar skipt var af lóðréttri leiðsögu (VNAV) og yfir á fallhraða (V/S) með þeim afleiðingum að flugvélin lækkaði hratt flugið niður í 221 fet yfir jörðu áður en hún hóf klifur á ný eftir að fráhvarfsflug var valið.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug
Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs
Takmarka fjölda tímabundinna breytinga á SOP
Uppfæra framsetningu á NOTAMs
Uppfæra framsetningu á SIGMET
Tiltaka hvaða RNAV skuli nota í aðflugi
Regluleg notkun RNAV aðfluga
Vöktun fylgni flugvéla við heimilaða flugleið 19.10.2016
Flugsvið

Flugslys TF-200 (Kitfox 4-1200) í Úlfarsárdal ofan Reykjavíkur

Þann 4. júní 2016 var fisfisflugmaður ásamt farþega voru á flugi á fisi TF-200 (Kitfox 4) í Úlfarsárdal þegar hreyfillinn missti afl og stöðvaðist. Í kjölfarið hugðist fisflugmaðurinn nauðlenda fisinu á túni við bóndabæ í dalnum. Í lendingunni flæktist girðingarvír í hægra aðalhjóli fissins og hafnaði það í kjölfarið á hvolfi.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Auknar kröfur við samsetningu og viðhaldi fisa 04.06.2016
Flugsvið

Flugslys HB-ZOO (AS 355) við Nesjavelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um flugslys HB-ZOO við Nesjavelli þegar þyrla af gerðinni Airbus AS 355 NP brotlenti í fjallendi skömmu fyrir lendingu

Skýrsla 22.05.2016
Flugsvið