Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 11

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugatvik TF-TOE (PA 28-140) á flugvellinum við Sandskeið

PA28 hlekktist á í lendingu þar sem holklaki hafði myndast á flugbrautinni

Skýrsla 15.11.2002
Flugsvið

Flugatvik TF-FII (Boeing 757-200) við Baltimore (Áfangaskýrsla)

Boeing 757 missti hæð þar sem hraðamælar flugvélarinnar virkuðu ekki rétt

Skýrsla 20.10.2002
Flugsvið

Flugatvik TF-FII (Boeing 757-200) við Baltimore (Endurútgáfa)

Boeing 757 missti hæð í kjölfar bilunar í hraðamæli

Skýrsla 20.10.2002
Flugsvið

Flugslys TF-ATD (Boeing 747) á Teesside flugvelli í Bretlandi (Endurútgáfa)

Boeing 747 rak stél flugvélarinnar í flugbrautina í lendingu

Skýrsla 16.10.2002
Flugsvið

Flugatvik TF-ATH (Boeing 747) í Madríd (Endurútgáfa)

Boeing 747 flugvél var ekið á landgang flugstöðvarbyggingarinnar í Madríd þegar áhöfnin hugðist aka aftur að landganginum vegna bilunar

Skýrsla 14.09.2002
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-FTG (Cessna 152) og TF-FTN (Piper PA44) á Reykjavíkurflugvelli

Cessna 152 flugvél lenti á Reykjavíkurflugvelli án þess að hafa haft talstöðvasamband við flugturn, snéri við á flugbrautinni eftir lendingu og ók á móti PA44 flugvél í lendingarbruni

Skýrsla 14.08.2002
Flugsvið

Flugatvik TF-JVG (Cessna 404) við Grænland (Áfangaskýrsla)

Cessna 404 missti hæð vegna ísingar við austurströnd Grænlands

Skýrsla 01.08.2002
Flugsvið

Flugatvik TF-JVG (Cessna 404) við Grænland (Endurútgáfa)

Cessna 404 missti hæð vegna ísingar við austurströnd Grænlands

Skýrsla 01.08.2002
Flugsvið

Flugslys TF-KOK (Cessna 172) á Vestmannaeyjaflugvelli

Cessna 172 hlekktist á í lendingu og stöðvaðist utan flugbrautar

Skýrsla 01.08.2002
Flugsvið

Flugslys TF-SMS (Rans S10 Sakota) á Keflavíkurflugvelli

Rans S10 Sakota hlektist á í flugtaki og stöðvaðist á flugbrautinni

Skýrsla 29.07.2002
Flugsvið