Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Alvarlegt flugatvik TF-RLR (Cessna 172) á Úlfsvatni, Arnarvatnsheiði

Flugvélin féll í vök í akstri á ísilögðu vatni.

Skýrsla 28.12.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-JXF (Boeing 737-800) á Keflavíkurflugvelli

Flugvélin var í leiguflugi með 187 farþega og eitt barn frá Antalya í Tyrklandi. Vegna langs flugtíma var aukin flugáhöfn og þjónustuáhöfn um borð (þrír flugmenn og 7 flugverjar). Um klukkan 02:00 lenti TF-JXF á flugbraut 02 á Keflavíkurflugvelli og endaði utan akbrautar November. Rannsóknin beindist að fjarskiptum, viðnámsmælingum flugbrauta, flugáætlanagerð og þreytu flugmanna.

Skýrsla 28.10.2007
Flugsvið

Flugumferðaratvik FXI123 (Fokker 50) og TF-FTN (Piper Seminole)

Flugumferðaratvik FXI123 (Fokker 50) og TF-FTN (Piper Seminole) þann 7. september 2007. FXI123 var í blindaðflugi að flugbraut 19 er hann fékk árekstrarviðvörun vegna TF-FTN sem var í blindflugsæfingum við RK NDB.

Skýrsla 07.09.2007
Flugsvið

Flugslys TF-OND (Cessna 152) er brotlenti norðaustur af Búðavatnsstæði á Reykjanesi

Flugnemi ásamt flugkennara var að æfa hægflug og missti flugneminn stjórn á flugvélinni. Flugvélinni var brotlent í hraunlendi norðaustur af Búðavatnsstæði í Suðursvæði. Flugkennarinn og flugneminn sluppu án teljandi meiðsla. Í skýrslunni er eftirfarandi tilmælum beint til flugkennara. Rannsóknarnefnd flugslysa beinir þeim tilmælum til flugkennara að gæta þess að flughæðir í æfingum séu nægjanlegar til að tryggja öryggi flugæfinga.

Skýrsla 09.08.2007
Flugsvið

Flugslys TF-SIF (SA365N) við Straumsvík

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nauðlent á sjó eftir að annar hreyfill hennar missti afl.

Skýrsla 16.07.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ATX (B747-200) í Ungverjalandi

Rannsóknarnefd flugslysa í Ungverjalandi hefur gefið út skýrslu er varð þegar Boeing 747-200 lenti í Búdapest á leið sinni frá Ítalíu til Sameinuðu Arabísku furstadæmanna eftir að áhöfnin varð vör við að eiturgufur bárust í flugstjórnarklefann.

Skýrsla 14.07.2007
Flugsvið

Accident of N442MT (Cessna 337) at Reykjavik Airport

Front engine power loss and left main landing gear collapse during landing.

Skýrsla 23.05.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-BCX (Yak-52) á lendingarstaðnum við Brekkukot

Fór framyfir brautarenda í lendingarbruni.

Skýrsla 22.05.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FAC (Bellanca) við Melgerðismela

Einkaflugmaður var í lágflugi yfir flugvöllinn á Melgerðismelum í Eyjafirði þegar hreyfill flugvélarinnar missti afl. Flugmaðurinn nauðlenti flugvélinni á Eyjafjarðabraut.

Skýrsla 28.03.2007
Flugsvið

Flugslys TF-GUN (Cessna 180) við Selfossflugvöll

Hlekktist á í hliðarvindsflugtaki á Selfossflugvelli.

Skýrsla 07.02.2007
Flugsvið