Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-API á Akureyrarflugvelli

Flugslys varð á Akureyrarflugvelli þann 24. nóvember 2004 þegar TF-API hlekktist á í flugtaki með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði í fjöruborði við enda flugbrautarinnar.

Skýrsla 24.11.2004
Flugsvið

Flugslys TF-ARR (747-200) á Sharjah flugvelli í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum

Endurútgáfa RNF á skýrslu flugmálayfirvalda í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (GCAA) um flugslys TF-ARR á Sharjah flugvelli þann 7. nóvember 2004.

Skýrsla 07.11.2004
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-SYN (Fokker F27) á Vaagar flugvelli

Neflendingarbúnaður gaf sig í lendingarbruni.

Skýrsla 01.10.2004
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-ELJ (737-400) á Ítalíu

Aðskilnaðarmissir varð á milli flugvélar Íslandsflugs og annarrar flugvélar á Ítalíu þvert af Vicenza á innleið til Bolzano. Aðskilnaður varð, að mati RNF, vegna kallnúmeraruglins. RNF beinir einni tillögu í öryggisátt til Flugmálastjórnar Íslands.

Skýrsla 05.09.2004
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-OII (Cessna 150L) og TF-FBA (Piper PA-28R-200)

TF-OII var á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli um leið 3. TF-FBA var á leið í austursvæði (æfingasvæði) í brottflugi frá Reykjavíkurflugvelli um leið 4. Flugvélarnar mættust í um 1.700 metra hæð mitt á milli Sandskeiðs og spennustöðvar. Aðskilnaðarmissir var 10-30 metrar lóðrétt og 10-50 metrar lárétt að mati flugmanna.

Skýrsla 23.08.2004
Flugsvið

Flugslys TF-UPS (Piper Warrior II) á graslendi við Húsafell

Flugvél af gerðinni Piper Warrior II nauðlenti á graslendi við Húsafell eftir að strokkur losnaði af hreyfli.

Skýrsla 21.07.2004
Flugsvið

Flugslys TF-KAJ (Piper PA 18-150) í Þjórsárdal 16. júlí 2004

Flugslys á TF-KAJ í Þjórsárdal þegar flugvélin fór fram yfir sig og á bakið í lendingarbruni

Skýrsla 16.07.2004
Flugsvið

Fugslys TF-MOS (Bellanca 7GCAA) á Tungubakkaflugvelli

Flugvél af gerðinni Citabria hafnaði utan flugbrautar á flugvellinum á Tungubökkum eftir misheppnaða flugtakstilraun

Skýrsla 15.07.2004
Flugsvið

Flugslys TF-ELH (Dornier 228) á Siglufjarðarflugvelli

Flugvél af gerðinni Dornier 228 hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Siglufirði þar sem hún lenti með hjólin uppi.

Skýrsla 23.06.2004
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik á TF-JXA (MD-82) á Ítalíu

Flugvél af gerðinni MD-82 snéri við eftir flugtak frá Catania Fontanarossa þar sem flugvélin geigaði (yawed) óeðlilega eftir flugtak.

Skýrsla 08.05.2004
Flugsvið