Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Alvarlegt flugatvik TF-GMG (C-170B) við Reyki á Skógum

Einkaflugmaður með tvo farþega var á leið frá Mosfellsbæ til Haukadalsmela þegar hreyfill flugvélarinnar stöðvaðist sökum eldsneytisskorts. Flugmaðurinn kvað því að lenda á túni við Reyki. Lendingin tókst vel

Skýrsla 25.07.2009
Flugsvið

Serious incident N658UA (Boeing 767) South-Southwest of Keflavik Airport

Smoke in cockpit of a Boeing 767 airplane, when it was flying about 200 NM south-south-west of Keflavik Airport on a route between London and Chicago.

Skýrsla 20.07.2009
Flugsvið

Flugslys TF-GUN (Cessna 180F) í Selárdal við Vopnafjörð

Flugvélinni TF-GUN var flogið á rafmagnslínu við veiðihúsið við Selá í Vopnafirði með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Farþegi flugvélarinnar lést í slysinu og flugmaðurinn slasaðist alvarlega.

Skýrsla 02.07.2009
Flugsvið

Serious Incident TF-FIJ (Boeing 757-200) Smoke in cockpit and cabin resulting in engine shut down and emergency landing

The investigation revealed that the low pressure fuel pump installed on engine #1 had failed due to extensive internal wear damages. This allowed fuel to leak into the engine's oil system. The fuel contaminated oil entered the engine's compressor, where smoke was generated. Smoke entered the airplane's bleed air system and from there travelled to the cockpit and the cabin area. The low pressure fuel pump had never undergone the manufacturer's recommended inspection, repair or overhaul.

Skýrsla 04.06.2009
Flugsvið

Flugslys TF-MOS (Cessna 170B) við flugvöllinn á Flúðum

Einkaflugmaður var að lenda flugvélinni á flugvellinum á Flúðum þegar hann missti stjórn á henni vegna hliðarvinds. Flugvélin hafnaði á hvolfi í skurði sem er til hliðar við flugvöllinn. Flugmanninn sakaði ekki en flugvélin skemdist talsvert.

Skýrsla 22.05.2009
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-BCX (Yakolev Yak-52) á Skógaflugvelli

Flugmaður TF-BCX var að fljúga lágflug til vesturs yfir flugbrautina á Skógaflugvelli er loftskrúfan snerti jörðina. Flugvélinni var nauðlent á túni sunnan við flugbrautina.

Skýrsla 20.05.2009
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FTO (Boeing 757) og svifvængs

Atvikið átti sér stað þegar Boeing 757 var í um það bil 6000 feta hæð á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli þegar áhöfnin tók eftir því að flogið var framhjá svifvæng í sömu hæð.

Skýrsla 17.05.2009
Flugsvið

Alvarlegt flugumferðaratvik TF-FTM (Cessna 172S) og TF-TUG (PA 25-235) með svifflugu í togi

Einkaflugmaður á TF-FTM var á leið astur frá Reykjavíkurflugvelli og í klifri gegnum 3000 feta hæð þegar hann varð var við TF-TUG fyrir ofan sig og var TF-TUG með svifflugu í togi á leið frá Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ að flugvellinum við Sandskeið.

Skýrsla 17.05.2009
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FTN (Piper PA-44) á milli Keflavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd

Neyðarútgangur fór af þegar flugvélin var á flugi í 1.500 feta hæð þar sem hlerinn losnaði úr sæti sínu.

Skýrsla 05.03.2009
Flugsvið