Lokað með bókun Síða 5

Bókanir:

Alvarlegt flugatvik LN-LNH (Boeing 787) slökkt á hreyfli og snúið til BIKF

Olíuleki var á  hreyfli. Flugvéliniin sem var á leið frá Los Angeles til Stokkhólms var snúið til Keflavíkur.

Bókanir 16.07.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KAX (Cessna 305 C) á flugvellinum við Sandskeið

Flugmaður ákvað að framkvæma snertilendingar á flugvellinum við Sandskeið. Í lendingarbruni einnar snertilendingarinnar fór flugvélin að leita til vinstri og snérist svo í hálfhring. Nokkur slinkur kom á flugvélina og mátti sjá krumpur á skrokk hennar.

Bókanir 11.06.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FXB (DHC-8-400) á Akureyrarflugvelli

Flugvélinn nauðlenti á Akureyrarflugvelli á leið sinni frá Reykjavík til Egilstaða eftir að reykur kom upp í flugstjórnarklefa. USB tengi frá spjaldtölvu flugáhafnar hafði gefið sig.

Bókanir 08.06.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FAD (Piper PA-38-112) í Eyjafirði

Flugnemi ásamt flugkennara voru við æfingar í Eyjafirði. Í um 1100 feta hæð yfir Hrafnagili urðu flugmennirnir varir við gangtruflanir í hreyfli. Í kjölfarið var flugvélinni nauðlent á Eyjafjarðarvegi um 1 km sunnan Hrafnagils.

Bókanir 09.05.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KNA (Supercruiser SQ12) í Heiðmörk

Flugvélin varð eldsneytislaus á flugi og nauðlenti á vegi í Heiðmörk. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 2. nóvember 2017.

Bókanir 02.12.2016
Flugsvið

Flugslys TF-313 (Zenith STOL CH701)

Fisið missti afl á flugi og nauðlenti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun 31. desember 2016.

Bókanir 06.07.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KAJ (Piper PA-18-150) á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ

Flugvélinni hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 31. desember 2016.

Bókanir 06.07.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-BCX (Yak 52) á Reykjavíkurflugvelli

Flugvélinni hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun þann 31. desember 2016.

Bókanir 21.05.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ISE (Cessna 172) Í Eyjafirði

Flugmaður í sjónflugi, á leið til Reykjavíkur frá Akureyri, flaug inn í ský og tapaði áttum. Með aðstoð flugumferðarstjóra í flugturninum á Akureyrarflugvelli tókst flugmanninum að rata niður úr skýjum og lendaaftur á flugvellinum á Akureyri.

Bókanir 21.04.2016
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-GHG (Cessna 152) á flugvellinum á Hólmavík

Flugvél hlekktist á í lendingu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa lokaði málinu með bókun 31. desember 2016.

Bókanir 13.02.2016
Flugsvið