Lokað með bókun

Bókanir:

Alvarlegt flugumferðaratvik TF-IFA (Technam P2002JF) og TF-HDI (Augusta AB206B) við flugvöllinn á Hellu

Árekstrarhætta varð á milli loftfaranna við flugvöllinn á Hellu.

Bókanir 13.10.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-IFB (Technam P2002JF) á Reykjavíkurflugvelli

Hreyfillinn missti afl í flugtaki og snérti flugmaðurinn við og lenti aftur á flugvellinum.

Bókanir 16.10.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CAB (Gippsland GA8-TC-320) og TF-FGB (Diamond DA-20) á Reykjavíkurflugvelli

Í aðflugi fyrir flugbraut 01 á Reykjavíkurflugvelli flaug flugmaður flugvélar TF-CAB í veg fyrir flugvél TF-FGB.

Bókanir 28.09.2017
Flugsvið

Serious incident HA-LPK (Airbus 320) during climb through FL240, 170 NM east of Keflavik Airport

Airplane declared emergency after fire was detected in passenger cabin luggage. The fire was from an electronic cigarette (vaper).

Bókanir 13.09.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FTZ (Textron 172S) og TF-PIA (Piper PA-28-161) vestan Langjökuls

Flugmenn beggja flugvéla, báðir einkaflugmenn í atvinnuflugnámi, voru ásamt einum farþega hvor við í einkaflugi. Á flugi í um 3300 feta hæð rakst flugvél TF-FTZ á flugvél TF-PIA.

Bókanir 05.09.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik G-VYUM (Boeing 787) slökkt á hreyfli og snúið til BIKF

Olíuleki á hreyfli. Flugvélin var á leiðinni frá Seattle til London og var snúið til Keflavíkur.

Bókanir 29.07.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik LN-LNH (Boeing 787) slökkt á hreyfli og snúið til BIKF

Olíuleki var á  hreyfli. Flugvéliniin sem var á leið frá Los Angeles til Stokkhólms var snúið til Keflavíkur.

Bókanir 16.07.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-KAX (Cessna 305 C) á flugvellinum við Sandskeið

Flugmaður ákvað að framkvæma snertilendingar á flugvellinum við Sandskeið. Í lendingarbruni einnar snertilendingarinnar fór flugvélin að leita til vinstri og snérist svo í hálfhring. Nokkur slinkur kom á flugvélina og mátti sjá krumpur á skrokk hennar.

Bókanir 11.06.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FXB (DHC-8-400) á Akureyrarflugvelli

Flugvélinn nauðlenti á Akureyrarflugvelli á leið sinni frá Reykjavík til Egilstaða eftir að reykur kom upp í flugstjórnarklefa. USB tengi frá spjaldtölvu flugáhafnar hafði gefið sig.

Bókanir 08.06.2017
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FAD (Piper PA-38-112) í Eyjafirði

Flugnemi ásamt flugkennara voru við æfingar í Eyjafirði. Í um 1100 feta hæð yfir Hrafnagili urðu flugmennirnir varir við gangtruflanir í hreyfli. Í kjölfarið var flugvélinni nauðlent á Eyjafjarðarvegi um 1 km sunnan Hrafnagils.

Bókanir 09.05.2017
Flugsvið