Leita að ábendingar
Svefn og þreyta
Ökumaður sem finnur fyrir áhrifum þreytu eða syfju á að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því er brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns.
Hámarkshraði og vegakerfið
Í áherslum Umferðaröryggisáætlunar 2020 til 2034 er m.a. komið inn á lækkun á leyfilegum hámarkshraða á þjóðvegum svo unnt sé að ná markmiðum stjórnvalda um fækkun slysa. Reglur um hámarkshraða á vegum á Íslandi taka ekki tillit til vegflokka eða vegtegunda heldur tegunda slitlags og þéttbýlismarka en XVI. kafli umferðarlaga gefur veghöldurum tækifæri til aðlögunar hámarkshraða. Í umferðaröryggisáætluninni er einnig lögð áhersla á að vegir, og umhverfi þeirra, verði gerðir öruggari þannig að mannleg mistök í umferðinni leiði síður til alvarlegra slysa. Samanburður á hámarkshraða utan þéttbýlis á Norðurlöndum sýnir að Ísland sker sig úr með hærri mörk hvað þetta varðar. Rannsóknir á tíðni slysa þar sem rifflur eru á vegum hafa sýnt jákvæðar niðurstöður um fækkun slysa og að aðgreining á akstursstefnum er einnig mikilvæg framkvæmd til að bæta umferðaröryggi þjóðvega án aðgreiningar með mikilli umferð í báðar áttir.
Hraðakstur
Hraðakstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu orsökum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn virði lögboðinn hámarkshraða og hagi akstri eftir aðstæðum hverju sinni.
Framúrakstur
Framúrakstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar hversu brýnt er fyrir ökumenn að sýna fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Bendir nefndin á að í 23. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er kveðið á um að ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skuli ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu, að akrein sú sem nota á til framúraksturs sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað er hindri framúrakstur. Hægt er að lesa sér til og horfa á myndbönd um framúrakstur á heimasíðu Samgöngustofu.[1]
Nefndin hefur á síðastliðnum 10 árum rannsakað sjö banaslys sem orðið hafa við framúrakstur. Þá eru ótalin þau umferðarslys þar sem vegfarendur hafa slasast alvarlega.
Hálka
Hálka
Hálka getur myndast á vegi á nokkra mismunandi vegu. Daginn sem slysið varð hafði verið frostlaust fram eftir degi en hiti lækkaði þegar leið á daginn. Fyrr um daginn hafði yfirborð vegarins verið blautt og því sennilegt að það hafi tekið að frjósa þegar lofthiti náði frostmarki. Þá getur myndast hálka á vegyfirborði vegna þunns íslags sem oft líkist blautum vegi.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar, nú sem fyrr, mikilvægi þess að ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum og kynni sér veðurspár og færð áður en haldið er af stað. RNSA hvetur einnig ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og kynni sér við hvaða aðstæður hún myndast helst. Hægt er að lesa sér til um hálku á heimasíðu Samgöngustofu[1] og horfa á myndband um ísingu og hálku[2].
[1] https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/bifreidar-og-almenn-fraedsla/ising-og-halka
[2] Myndband um ísingu og hálku
Akstur á gangstéttum, hjóla- og göngustígum
Hætta er á að þeir ökumenn sem heimilt er að aka á hjólastígum horfi ekki langt fram fyrir sig við aksturinn, enda mikilvægt að fylgjast vel með yfirborðinu sem hjólað er á. Þetta á sérstaklega við akstur á rafhlaupahjólum því hjólbarðar þeirra eru litlir og stöðugleiki hjólanna minni en reið- og bifhjóla. Einnig er mikilvægt að ökumenn átti sig á mikilvægi þess að fara hægar þegar myrkur er og fari nægilega hægt til að möguleiki sé á að fylgjast með svæði framundan sem er lengra frá en 10 metrar. Í aðstæðum þar sem birta er lítil sjást aðrir vegfarendur og aðskotahlutir á stíg síður og mikilvægt er að hafa tíma til þess að bregðast við óvæntri hættu. Ljósabúnaður vegfarenda er einnig misjafn. Sumir notast við ljós sem lýsa skært og geta blindað þá sem á móti koma. Aukinn hraði eykur líkur á alvarlegum áverkum ef slys verða.
Mikilvægi góðs ljósabúnaðar á hjólum almennt, öryggi og sýnileiki
Hjólandi vegfarandi þarf að vera vel sýnilegur. Mikilvægt er að vera með viðurkennd og góð ljós, hvítt að framan og rautt að aftan. Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur og gæta þarf þess að þau séu rétt stillt. Endurskin á að vera á hjólinu, bæði að framan og aftan, á fótstigum og í teinum þegar það á við. Einnig skal hjólreiðamaður vera með bjöllu svo hægt sé að vara aðra vegfarendur við. Endurskinsvesti eða föt í áberandi litum auka sýnileika. Bremsur á hjólum eru mjög mikilvægar og ber að athuga ástand þeirra reglulega. Jafnframt dekk, drif og annan búnað og vera þess fullviss að hann sé í lagi.
Áhrif birtu og myrkurs á augu
Þegar ökutæki mætast, í myrkri og lítið upplýstu umhverfi, er sennilegt að framljós ökutækja geti lýst í stuttan tíma, skyndilega og bjart, í augu ökumanna þegar þeir mætast. Augun þurfa tíma til þess að aðlagast þegar birta breytist skyndilega. Hæfni augna til aðlögunar að myrkri versnar með aldrinum, aðlögunartími eykst um tæpar þrjár mínútur með hverjum áratug frá tvítugsaldri. Erfiðara verður því að sjá í lítilli birtu eftir því sem aldurinn færist yfir. Akstur er í meginatriðum sjónrænt verkefni og rannsóknir benda til þess að orsakir umferðarslysa við akstur í myrkri verði hlutfallslega oftar raktar til neikvæðrar breytingar á sjónrænni frammistöðu en við akstur í birtu.
Slysahætta og öryggisbúnaður við akstur rafhlaupahjóla
Öryggisbúnaði notenda rafhlaupahjóla er í flestum tilfellum áfátt en lokaður hjálmur, úlnliðs-, hné- og olnbogahlífar sem og brynja eru búnaður sem sennilega draga úr meiðslum ef óhapp verður. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum skal barn yngra en 16 ára nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar. Í áðurnefndri rannsókn bráðamóttökunnar á afleiðingum slysa sem tengdust rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020 notuðu 79% barna hjálm og 17% fullorðinna einstaklinga. Í lögum er gert ráð fyrir að mestur hraði rafhlaupahjóla sé 25 km/klst en reynslan sýnir að auðvelt er fyrir eigendur slíkra hjóla að breyta hámarkshraða þeirra, sumum í allt að 70 km/klst.
Yfirfara þrýstigeyma
Yfirfara þrýstigeyma
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til eigenda og notenda bifreiða sem búnar eru metan eldsneytiskerfi að láta yfirfara þrýstigeyma og skipta þeim út ef tæring er farin að myndast á þeim.