Leita að ábendingar
Notkun stefnuljósa
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill koma á framfæri mikilvægu hlutverki réttrar notkunar stefnuljósa. Stefnuljós nýtast öllum vegfarendum óháð ferðamáta og skipta miklu máli hvað öryggi og tillitssemi varðar.
Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga
Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur sveitarfélög að gera umferðaröryggisáætlun sem ekki hafa þegar unnið slíka. Í skýrslu VSÓ ráðgjafar um mat á ávinningi umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga[1] kemur fram að sveitarfélögin væru sammála um að ávinningur hafi hlotist af gerð slíkra áætlana og að þær nýtist embættismönnum og sveitarstjórnarmönnum við störf sín og til að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Þær eru mikilvæg skref til að ná markmiðum stjórnvalda í umferðaröryggismálum, sem eru að draga úr fjölda látinna og slasaðra vegfarenda. Í slíkri áætlun geta m.a. komið fram upplýsingar um uppbyggingu vegakerfis sveitarfélagsins og vegflokka, hraðaflokka, umferðarmagn, yfirborðsmerkingar, samsetningu umferðar og hraða. Auk þess kortlagning stígakerfa, skólaleiða og almenningssamgangna.
[1] VSÓ ráðgjöf, 2020, Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga. Mat á ávinningi. Vegagerðin.
Skipulagsbreytingar innan sveitarfélaga og umferðaröryggi
Skipulagsbreytingar innan sveitarfélaga og umferðaröryggi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur sveitarfélög til að huga sérstaklega að umferðaröryggi þegar breytingar eru lagðar til á skipulagi innan sveitarfélaga líkt og þegar verið er að breyta eða blanda saman landnotkun samkvæmt aðalskipulagi eða þegar unnið er að tillögum um breytingar á deiliskipulagi.
Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna
Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna
Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Af sextán banaslysum í umferðinni árin 2020 og 2021 voru ökumenn í fimm slysum undir áhrifum ólöglegra fíkniefna eða áfengis. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.
Akstur undir áhrifum áfengis
Akstur undir áhrifum áfengis
Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið eða öðru ökutæki eftir að hafa neytt áfengis.
Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.
Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Af sextán banaslysum í umferðinni árin 2020 og 2021 voru ökumenn í fimm slysum undir áhrifum ólöglegra fíkniefna eða áfengis. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.
Of hraður akstur.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Akstur undir áhrifum áfengis
Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.
Of hraður akstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Skylda atvinnurekenda, öryggi á vinnustöðum.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu. Öllum stjórnendum vinnustaða ber skylda að sjá til þess að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, án tillits til stærðar hans. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um hvernig hægt er að bera sig að við slíka vinnu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur alla stjórnendur vinnustaða til þess að vinna öryggis- og heilbrigðisáætlun og yfirfara öryggismál sín reglulega og taka þar tillit til samgangna og samgöngutækja.