Tillögur í öryggisátt Síða 10

Lög um RNSA, 35. gr.

Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair: 

  • Að félagið hvetji flugmenn sína til þess að nota reglulega RNAV aðflug.

Afgreiðsla

Icelandair: Þjálfunardeild Icelandair hefur síðan RNAV aðflug voru innleidd lagt gríðarlega áherslu á framkvæmd RNAV aðfluga í síþjálfunn í flughermi.  Framkvæmd á RNAV aðflugum hefur verið tekin fyrir í öllum hæfnisprófum síðan þessi tegund aðfluga var innleiddur.

Uppfæra hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:

  • Að félagið íhugi að yfirfara verklagsleiðbeiningar þannig að flugmenn félagsins uppfæri hraða í flugtölvum við undirbúning aðflugs, í samræmi við hleðslu flugvélar og veðuraðstæður, þannig að hraðar sjálfstýringarbúnaðar séu rétt upp settir fyrir aðflug.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Icelandair.

Takmarka fjölda tímabundinna breytinga á SOP

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair:

  • Að félagið hugi að því að takmarka fjölda tímabundinna breytinga á staðlaðri flughandbók (SOP) á milli skipulagðra hálfsársútgáfa, til þess að gefa flugmönnum færi á að meðtaka breytingarnar.

Afgreiðsla

Icelandair hefur síðan 2018 ekki gert tímabundnar breytingar á SOP (temporary revision).

Uppfæra framsetningu á NOTAMs

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning NOTAM sé uppfærð yfir á myndrænt form, þar sem það á við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Uppfæra framsetningu á SIGMET

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Opin
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Samgöngustofu:

  • Með tilliti til útbreiddrar nútímatækni við myndræna upplýsingaöflun leggur RNSA til að Samgöngustofa beiti sér fyrir á alþjóðavettvangi (hjá ICAO) að framsetning á upplýsingarflæði til flugmanna sé uppfærð með myndrænni framsetningu þeirra svæða sem SIGMET skeyti eiga við.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgöngustofu.

Tiltaka hvaða RNAV skuli nota í aðflugi

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

  • Að Isavia taki fyrir í síþjálfun flugumferðarstjóra verkferla í MANOPS er snúa að því að tiltaka ávallt hvaða RNAV feril skuli notast við að flugbraut, ef tveir eða fleiri RNAV ferlar hafa verið settir upp fyrir flugbrautina.

Afgreiðsla

Isavia ANS: Þetta verður tekið fyrir í síþjálfun veturinn 2020-2021.

Regluleg notkun RNAV aðfluga

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

  • Þar sem því verður komið við að jákvætt sé tekið í beiðnir flugmanna til flugumferðarstjóra um RNAV aðflug, jafnvel þótt ILS kerfið sé virkt, því nauðsynlegt er fyrir flugmenn að æfa sig / halda sér við með reglulegri notkun RNAV aðfluga.

Afgreiðsla

Isavia ANS: Þetta verður tekið fyrir í síþjálfun veturinn 2020-2021.

Ábending frá Isavia ANS: flugumferðarstjórar áttu til að neita beiðni um RNAV þegar vélar voru að koma þétt inn og t.d. vél nr. 2 eða 6 var að biðja um annað en allar hinar.

Vöktun fylgni flugvéla við heimilaða flugleið

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Isavia og dótturfyrirtækis þess Isavia ANS:

Að hugað verði að innleiðingu á búnað (Approach Path Monitoring) í flugumferðarstjórnunarkerfi Isavia fyrir aðflug til Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar (FAXI TMA), sem og fyrir Keflavíkurflugvöll (BIKF TWR) og Reykjavíkurflugvöll (BIRK TWR) sem vakti fylgni flugvéla í stjórnuðu loftrými við heimilaða flugleið.

Afgreiðsla

Kerfi sem vaktar að ferill flugvélar sé í samræmi við útgefna flugheimild er á þróunaráætlun Isavia ANS. Innleiðingardagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Redesign W&B chart

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Opin
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Redesign the weight and balance envelope chart for the Tecnam P2002JF load sheet, to minimize the risk of incorrect W&B calculations.

Afgreiðsla

Not actioned by Tecnam.

Spin test after major change

Flug
Nr. máls: 15-089-F-026
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends to EASA to:

Require a spin test for VLA aircraft that goes through a major change, such as for MTOW, even though the C.G. excursion is the same.

Afgreiðsla

An EASA letter dated 19.02.2020 states that EASA has closed the safety recommendation with disagreement.

The Agency has carefully assessed the proposed recommendation, taking into account the justification provided. However, in line with paragraph 21.A.91 of Commission Regulation (EU) N748/2012 (as amended) and the applicable Certification Specifications, a spin test is only required for major changes which are assessed by the applicant and accepted by EASA as having an impact on the spin characteristics as established under the original type certification basis. This applies regardless of the aircraft type-certification basis (e.g. CS-LSA, CS-VLA and CS-23).

For this reason, the mandatory requirement of a spin test for a major changes is not found feasible.