Tillögur í öryggisátt Síða 7

Lög um RNSA, 35. gr.

Review rescue and firefighting staffing

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Opin
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Isavia Regional Airports to review the rescue and firefighting staffing at BIRK, BIAR and BIEG with respect to this report’s findings, or advertise in the AIP that CAT-7 aircraft can land under the airport’s CAT-6 capability as the airport has fewer than 700 movements (landings and takeoffs) in the three busiest months at the airport.

Afgreiðsla

Procedure for information sharing

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Lokuð
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Isavia ANS to review if it would be feasible to install a procedure regarding broader information sharing and activation protocol, between the international airports (BIKF, BIRK, BIAR and BIEG), Approach Control, and the Reykjavik Area Control Center, in case of one of those airports closing.

Afgreiðsla

Isavia ANS mun útbúa gátlista fyrir vaktstjórnanda þar sem brugðist er við vegna lokunar flugbrautar á alþjóðaflugvelli á Íslandi, þar sem m.a. er aflað upplýsinga um stöðu annarra alþjóðaflugvalla, (mönnun, fjölda stæða og ástand flugbrauta o.s.frv) og upplýsingum komið á framfæri til flugumferðarstjóra í vinnustöðum í flugstjórnarmiðstöð.

Shift manager on duty during nighttime

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Lokuð
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Isavia ANS to review the feasibility of having a shift manager, or train his deputies (shift supervisors), on duty during nighttime in the Reykjavik Area Control Center, for strategic oversight.

Afgreiðsla

Aðalvarðstjórar eru á vakt alla daga vikunnar milli kl. 07:00 og 22:00. Þess á milli, þ.e. milli kl. 22:00 og 07:00 leysir varðstjóri þá af. Varðstjórar hafa fengið þjálfun í neyðartilfellum og notkun gátlista.

Síðustu ár hefur þjálfun varðstjóra verið aukin og hafa þeir fengið meiri innsýn og tekið meira þátt í störfum aðalvarðstjóra, t.d. með því að leysa þá af að degi til.  Skerpt verður á þjálfun varðstjóra í neyðartilfellum og notkun gátlista hjá flugstjórnarmiðstöð.

Fuel requirements for alternate airports

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Opin
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Icetra to review the need to issue a guidance or instructions to operators on Icelandic AOC regarding fuel requirement to alternate airports in Iceland, in case of flight planned for the closing hours of BIRK, BIAR and BIEG, considering the time required to open these airports.

Afgreiðsla

Notify tower of abnormal worse braking actions

Flug
Nr. máls: 19-158F043
Staða máls: Lokuð
12.11.2020

Tillaga í öryggisátt

During braking action measurement, if abnormally worse braking actions are measured at the runway ends that do not concur with the average 1/3 runway value being measured, pilots should be notified.

Afgreiðsla

Verklag VR710 13 Eftirlit og mælingar á athafnasvæðum loftfara á Keflavíkurflugvelli var uppfært þann 25.9.2020, þar sem meðal annars var bætt við texta um mælingar og eftirlit. Núverandi texti er því eftirfarandi (tekið úr heildarskjali) :

  • Snjókóngar/aðstoðarvaktstjórar skulu undantekningalaust skoða öll athafnasvæði loftfara a.m.k. þrisvar sinnum á sólarhring. Skoðunin skal fara fram á tímabilinu kl. 05:00-07:00, 14:00-16:00 og 18:00-20:00. Tími og fjöldi skoðana skal að auki taka mið af umferð hverju sinni.
  • Niðurstöður allra mælinga sem sýna breytingu frá þeirri síðustu skal tafarlaust tilkynna flugturni. Ásamt því að geta sérstaklega, ef um varhugavert svæði er að ræða með tilliti til bremsuskilyrða. Upplýsingar um gildandi mælingu skal koma á framfæri við næstu vakt við vaktaskipti.
  • Snjókóngar/aðstoðarvaktstjórar upplýsa Rekstrarstjórnstöð um ástand flugvélarstæða tímanlega áður en þau skal taka í notkun samkvæmt áætlun um stæðaúthlutun.

Forvörn og fræðsla er varðar flug í fjalllendi

Flug
Nr. máls: 19-142F041
Staða máls: Lokuð
30.12.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar flug við fjöll eða í fjalllendi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. 

Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:

https://www.samgongustofa.is/media/flug/FLUG-I-FJALLLENDI-ISLENSKA.pdf

Leiðbeinandi efni um stýrislæsingar

Flug
Nr. máls: 19-115F031
Staða máls: Lokuð
19.08.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að hún gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi.

Afgreiðsla

Í lokaskýrslu sem gefin var út 19. ágúst 2021 beinir RNSA til Samgöngustofu tillögu í öryggisátt, eða að Samgöngustofa gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi. Samgöngustofa hefur brugðist við tillögunni á þann hátt að leiðbeiningarefni hefur verið gefið út og er það að finna á heimasíðu Samgöngustofu.

Þétta net sölustaða Avgas 100LL á flugvöllum landsins

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Opin
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgönguráðuneytisins að beita sér fyrir þéttingu nets sölustaða Avgas 100LL eldsneytis á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Óafgreitt af Samgönguráðuneytinu.

Forvarnir er varðar eldsneyti og eldsneytisþurrð

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. Þá hefur þetta nýja fræðsluefni verið kynnt bæði á fésbókarsíðu Samgöngustofu og verður kynnt með auglýsingum á  www.alltumflug.is. Þá vill Samgöngustofa einnig minna á að í gildi er upplýsingabréf; AIC B 003/2018 Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu. Mun Samgöngustofa leggja til að upplýsingabréfið verði endurútgefið til áminningar. 


Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:
https://eplica.samgongustofa.is/media/flug/FYRIRBYGGJA-ELDSNEYTISSKORT-2021.pdf

Uppfæra AIP m.t.t. aðgengi að eldsneyti

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að uppfæra Flugmálahandbók Íslands (AIP) er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila skoðað og metið tillöguna. Úttekt var gerð á upplýsingum í AIP um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins og komu í ljós minniháttar atriði sem þörfnuðust uppfærslu. Þá hefur verklagi einnig verið breytt til að tryggja að ef af einhverri ástæðu auglýst eldsneyti er tímabundið ekki í boði, þá verði gefið út NOTAM.

Flugmálahandbók Íslands (AIP) hefur verið uppfærð er varðar upplýsingar um aðgengi að eldsneyti á flugvöllum landsins.