Tillögur í öryggisátt Síða 7

Lög um RNSA, 35. gr.

Myndbandsupptökubúnaður við starfstöðvar

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að fyrirtækin komi fyrir myndbandsupptökubúnaði við starfstöðvar flugumferðarstjóra sem ætlaðar eru til aðstoðar við rannsóknir á vegum RNSA.

Afgreiðsla

Verklag um kúplun tíðna

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia Innanlandsflugvalla ehf að flugvallarþjónusta og flugumferðarstjórar á BIRK komi sér saman um ákveðið verklag eða aðstæður þar sem tenging (kúplun) tíðna bætir öryggi á flugvellinum og það verklag verði fest í sessi.

Afgreiðsla

Verklagsreglur um notkun miðla

Flug
Nr. máls: 24-015F007
Staða máls: Lokuð
30.01.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia  Innanlandsflugvalla ehf og Isavia ANS ehf, sem veita flugumferðarþjónustu, að fullmóta og setja verklagsreglur um notkun miðla í vinnurýmum flugumferðarþjónustu.

Afgreiðsla

Isavia ANS ehf:

 

Þann 14.01.2025 gaf Isavia ANS, út verklag VR400 35 Ábyrg notkun miðla. Í því kemur fram að notkun miðla er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra, en verklagið er eftirfarandi:

Tilgangur og umfang

Setja reglur um ábyrga notkun miðla í rýmum flugleiðsögu.

Skilgreining

Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, og sjónvörp (útvörp) þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar þar með talið leikir, íþróttaviðburðir o.s.frv.

Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og raftæki, til dæmis lestur bóka, flókin handavinna og úrvinnsla erfiðra þrauta. 

Framkvæmd

Fyrirkomulag á notkun miðils í vinnurýmum flugleiðsögu:

Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra. Vaktstjórnandi getur veitt undanþágu frá meginreglunni, til dæmis þegar engin umferð er í flugstjórnarsviði eða lítil umferð á næturvakt. Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöð flugumferðarstjóra má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.

Þátttaka í fundum úr vinnustöðu er ekki leyfileg.

 

Isavia Innanlandsflugvellir ehf:

 

Isavia Innanlandsflugvelllir kaupa ATC þjónustu af Isavia ANS.  Við lítum svo á að þetta sér mál sem starfsleyfishafi á að leysa en við sem þjónustukaupi munum fylgja því eftir að úrbótatillögur sem tengjast þessu máli verði framfylgt.

 

Isavia ohf:

 

Þann 5.02.2025 gaf Isavia ohf, út verklag VR720 15 Ábyrg notkun miðla í flugturni á Keflavíkurflugvelli, en verklagið er eftirfarandi:

Tilgangur og umfang

Tryggja sameiginlegan skilning og verklag hvað varðar ábyrga notkun miðla í vinnurými flugturns, 7. hæð, þar sem veitt er flugumferðarþjónusta (ATS).

Skilgreiningar

Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, sjónvörp og annað þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar.
Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og miðlar.
Stýring á virkri umferð: Þegar starfsfólk veitir flugumferðarþjónustu eða mun veita hana innan stundar. Á við um loftför, ökutæki og annað sem kann að falla undir flugumferðarþjónustu

Fyrirkomulag á notkun miðla í vinnurými flugturns á 7. hæð:

Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu þegar starfsfólk stýrir virkri umferð í svæði BIKF eða á tíðni flugturns.
Þegar engin virk umferð er í svæði BIKF eða á tíðnum flugturns er starfsfólk hvatt til að sýna fagmennsku í vinnustöðu og nota ekki miðla nema í undantekningartilvikum eða þegar brýna nauðsyn krefur og ekki er unnt að leysa starfsfólk af.
Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöðu má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.

Verklag við lendingar á jöklum og í snjó

Flug
Nr. máls: M-00414/AIG-02
Staða máls: Lokuð
10.08.2017

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Norðurflugs að setja í handbækur sínar verklagsreglur varðandi lendingar á jöklum og á snjó, þegar hætta er á að flugmenn geti misst viðmið á jörðu.

Afgreiðsla

Norðurflug hefur innleitt tillöguna á eftirfarandi hátt:

  • Hluti í handbók 8.1.2.2
  • Hluti af OPC formi
  • Hluti af þjálfun fyrir þyrlu skíðun þar sem einkum reynir á þetta og í kennsluefni er ítarlega farið yfir „whiteout“
  • Hluti af áhættumati sem gert er vegna nýrrar reglugerðar Ferðamálastofu

Change of door design

Flug
Nr. máls: M-00511/AIG-05
Staða máls: Lokuð
10.04.2014

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Precision Conversions that it reviews the structural design of the main cargo door with respect to the 45 knots maximum wind operation loading and make the necessary design changes in order to meet the requirements of FAA FAR and EASA CS, subchapters 25.301(a) and 25.303.

Afgreiðsla

Precision Conversions has modified the structural design of the main cargo door to support the intended 45 knots maximum wind operation limit in compliance with FAA FAR and EASA CS, subchapters 25.301(a) and 25.303.

EASA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading

Flug
Nr. máls: M-00511/AIG-05
Staða máls: Lokuð
10.04.2014

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to EASA that it require the STC holder of EASA STC EASA.IM.A.S.01423 to review the structural design of the main cargo door with respect to the 45 knots maximum wind operation loading and make the necessary design changes in order to meet the requirements of EASA CS, subchapters 25.301(a) and 25.303.

Afgreiðsla

The STC holder addressed through service bulletin (SB) PC-757-52-0018 a redesign of the cargo door, replacing the aluminum rods of the door with steel rods.

In addition, for both configurations, pre and post SB PC-757-52-0018, the following wind/gust limitations have been established and incorporated in the Aircraft Maintenance Manual and Operations Manual supplements:

- 45 knots up to the door canopy position, 0 (zero) knots beyond the door canopy position, for configuration pre SB PC-757-52-0018 (aluminum rods).

- 45 knots up to the door canopy position, 25 knots beyond the door canopy position, for configuration post SB PC-757-52-0018 (steel rods).

These design changes and wind/gust limitations were mandated by the FAA AD 2016-04-24, which has been adopted by EASA.

 

 

FAA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading

Flug
Nr. máls: M-00511/AIG-05
Staða máls: Lokuð
10.04.2014

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to the FAA that it requires the STC holder of FAA STC #ST01529SE to review the structural design of the main cargo door with respect to the 45 knots maximum wind operation loading and make the necessary design changes in order to meet the requirements of FAA FAR subchapters 25.301(a) and 25.303.

Afgreiðsla

FAA Safety Recommendation 14.055 was assigned to the FAA's Aircraft Certification Service, Transport Airplane Directorate on April 15, 2014, requiring Precision Conversions to modify the structural design of the main cargo door to support the intended 45 knots maximum wind operation limit in compliance with FAA FAR and EASA CS, subchapters 25.301(a) and 25.303.

The STC holder addressed through service bulletin (SB) PC-757-52-0018 a redesign of the cargo door, replacing the aluminum rods of the door with steel rods.

In addition, for both configurations, pre and post SB PC-757-52-0018, the following wind/gust limitations have been established and incorporated in the Aircraft Maintenance Manual and Operations Manual supplements:

- 45 knots up to the door canopy position, 0 (zero) knots beyond the door canopy position, for configuration pre SB PC-757-52-0018 (aluminum rods).

- 45 knots up to the door canopy position, 25 knots beyond the door canopy position, for configuration post SB PC-757-52-0018 (steel rods).

These design changes and wind/gust limitations were mandated by the FAA AD 2016-04-24.

Design change to spoiler actuator

Flug
Nr. máls: M-00513/AIG-04
Staða máls: Lokuð
13.08.2015

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Moog, in co-operation with the airplane’s manufacturer, set up a program to support fleet wide replacement of the blocking and thermal relief valve housing with the fatigue improved unit made from stainless steel.

Afgreiðsla

Moog has redesigned the Blocking and Thermal Relief Valve Housing with thicker material section and more radius in the area of the fracture surface. The redesigned Blocking and Thermal Relief Valve Housing is made from stainless steel instead of aluminum. This results in better fatigue performance of the Blocking and Thermal Relief Valve Housing. In addition the FAA has issued Safety Recommendation 15.115, a Boeing 757 airplane level safety issue, mandating evaluation of the spoiler actuator's blocking and thermal relief valve housing failure to determine appropriate corrective action.

Fleet implement of design change

Flug
Nr. máls: M-00513/AIG-04
Staða máls: Lokuð
13.08.2015

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Boeing, to issue the planned service bulletin 757-SB57A0154 to support fleet wide replacement of the Blocking and Thermal Relief Valve Housing in co-operation with the actuator‘s manufacturer.

Afgreiðsla

Boeing plans to release Boeing Alert Service Bulletin 757-SB-27A0154 on June 25 2016. In addition the FAA has issued Safety Recommendation 15.115, a Boeing 757 airplane level safety issue, mandating evaluation of the spoiler actuator's blocking and thermal relief valve housing failure to determine appropriate corrective action.

Research of similar design

Flug
Nr. máls: M-00513/AIG-04
Staða máls: Lokuð
13.08.2015

Tillaga í öryggisátt

The Icelandic Transportation Safety Board (ITSB) recommends to Boeing, to research other Boeing large transport category aircraft for similar spoiler actuator design and take corrective action as needed .

Afgreiðsla

The FAA has issued Safety Recommendation 15.116, gathering and reviewing compliance data, including hazard assessments, for each type of Title 14, Code of Federal Regulations (14 CFR) Part 25 airplane operating under part 121. The FAA will be addressing Safety Recommendation 15.116 for U.S.-manufactured aircraft.