Tillögur í öryggisátt Síða 5

Lög um RNSA, 35. gr.

Flugmenn framkvæmi reglulega RNAV aðflug

Flug
Nr. máls: 16-131F022
Staða máls: Lokuð
30.06.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir eftirfarandi tillögum í öryggisátt til Icelandair: 

  • Að félagið hvetji flugmenn sína til þess að nota reglulega RNAV aðflug.

Afgreiðsla

Icelandair: Þjálfunardeild Icelandair hefur síðan RNAV aðflug voru innleidd lagt gríðarlega áherslu á framkvæmd RNAV aðfluga í síþjálfunn í flughermi.  Framkvæmd á RNAV aðflugum hefur verið tekin fyrir í öllum hæfnisprófum síðan þessi tegund aðfluga var innleiddur.

Flugveðurupplýsingar Veðurstofu Íslands

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
Staða máls: Lokuð
06.10.2016

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Veðurstofu Íslands að gæta þess að upplýsingar í flugveðurskilyrðum samræmist upplýsingar á veðurkortum.

Afgreiðsla

Veðurstofa Íslands hefur brugðist við tillögunni á eftirfarandi hátt:

  • Leiðbeiningar um flugveðurskilyrði yfir Íslandi (LBE-005) verða endurskoðuð
  • Námskeið fyrir flugveðurfræðinga um þarfir flugmanna í sjónflugi haldið fyrir veðurfræðinga í lok september 2021, eftir að LBE-005 hefur verið endurskoðað

Flugvél talin með í röð inn til lendingar uns lent er

Flug
Nr. máls: 20-055F003
Staða máls: Lokuð
15.04.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA leggur til við Isavia ANS, að í þjálfun flugumferðarstjóra með turnréttindi verði farið yfir það að flugvél skal talin með í röð inn til lendingar þangað til að hún er lent (samanber grein 350.2.1.A í MANOPS).

Afgreiðsla

Tillaga RNSA er samhljóma tillögu rannsóknarhóps atvika hjá Isavia ANS og er úrbótum þegar lokið. Farið var yfir þessi atriði í síþjálfun flugumferðarstjóra í flugturnum í október-nóvember 2020.

Formal procedure between snow removal supervisors and ATCO

Flug
Nr. máls: 17-042F012
Staða máls: Lokuð
27.05.2021

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that Isavia considers implementing a formal procedure between snow removal supervisors and the ATCOs.

Afgreiðsla

Isavia hefur gefið út vinnuleiðbeiningar  VL710 57 kafli 3 sem taka til þessa atriðis.

 

Kafli 3 Ábyrgð á framkvæmd ástandsmats

Framkvæmd ástandsmat er alfarið á ábyrgð flugvallarstarfsmanna og ber að gefa upplýsingar um nýtt mat til turns eða AFIS eins og við á í gegnum síma eða á tíðni eftir því sem hentar betur.

Þegar SNOWTAM er útgefið nægir að láta vita um útgáfuna en þegar ekki er þörf á útgáfu SNOWTAM skal hringja/kalla með ástandskóða hvers flugbrautarþriðjungs (6 eða 5) og tegund þekju (DRY eða WET).

Forvarnir er varðar eldsneyti og eldsneytisþurrð

Flug
Nr. máls: 19-085F023
Staða máls: Lokuð
29.10.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar yfirsýn flugmanna á eldsneyti um borð og hættu á eldsneytisþurrð.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. Þá hefur þetta nýja fræðsluefni verið kynnt bæði á fésbókarsíðu Samgöngustofu og verður kynnt með auglýsingum á  www.alltumflug.is. Þá vill Samgöngustofa einnig minna á að í gildi er upplýsingabréf; AIC B 003/2018 Vitund flugmanna um eldsneyti og eldsneytiseyðslu. Mun Samgöngustofa leggja til að upplýsingabréfið verði endurútgefið til áminningar. 


Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:
https://eplica.samgongustofa.is/media/flug/FYRIRBYGGJA-ELDSNEYTISSKORT-2021.pdf

Forvörn og fræðsla er varðar flug í fjalllendi

Flug
Nr. máls: 19-142F041
Staða máls: Lokuð
30.12.2020

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Samgöngustofu að beita sér í forvörnum og fræðslu er varðar flug við fjöll eða í fjalllendi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur brugðist við tilmælunum á þann hátt að fræðsluefni hefur verið uppfært og birt á heimasíðu Samgöngustofu. 

Slóð á efni á heimasíðu samgöngustofu:

https://www.samgongustofa.is/media/flug/FLUG-I-FJALLLENDI-ISLENSKA.pdf

Fuel requirements for alternate airports

Flug
Nr. máls: 19-159F044
Staða máls: Opin
07.12.2023

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Icetra to review the need to issue a guidance or instructions to operators on Icelandic AOC regarding fuel requirement to alternate airports in Iceland, in case of flight planned for the closing hours of BIRK, BIAR and BIEG, considering the time required to open these airports.

Afgreiðsla

Graphical representation of SIGMETs in flight documents

Flug
Nr. máls: 17-018F005
Staða máls: Lokuð
15.03.2021

Tillaga í öryggisátt

Update its flight documents to include graphical data showing the boundaries of active SIGMETs to make it easier for flight crews to visualize.

Afgreiðsla

Sigmet are now graphically displayed in the Lido eRoute manual in the EFB.

Grouping of relevant NOTAMs

Flug
Nr. máls: 17-042F012
Staða máls: Lokuð
27.05.2021

Tillaga í öryggisátt

The ITSB recommends that Isavia ANS reconsider the construction of NOTAMs and list of NOTAMs, with the aim of grouping relevant NOTAM information together to simplify the task of pilots.

Afgreiðsla

Isavia ANS hefur brugðist við tillögunni á eftirfarandi hátt:

  • Í maí 2017 byrjaði upplýsingaþjónusta flugmála að grúppa saman NOTAM, þegar því var við-komið, í eitt NOTAM þegar um sambærileg viðfangsefni var að ræða. Þetta var gert til að veita notendum betri yfirsýn. Forsendur sameiginlegs NOTAM eru t.d. sami gildistími og sama flugbraut. Hægt er að sameina upplýsingar um akbrautir í eitt NOTAM séu aðrir þættir sameiginlegir.
  • Framsetning NOTAM var endurbætt í mars 2021 þegar innleitt var nýtt kerfi. Upplýsingar í línu sem birtir Q-kóða (Qualifiers (Item Q)) er nú að fullu í samræmi við ICAO Doc 10066 Q-kóði auðveldar flokkun fyrir forflugsflugupplýsingar.
  • Svæði sem verða fyrir áhrifum verða framvegis auðkennd með hnitum og radíus. Ekki er lengur mögulegt að senda út NOTAM án hnita eða radíus.

Hlustun á turnrás í farartækjum flugvallarþjónustu

Flug
Nr. máls: 18-025F007
Staða máls: Lokuð
28.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Að Isavia skoði þann möguleika að tengja hlustun á turnrás inn á fjarskiptatæki í farartækjum flugvallarþjónustu Reykjavíkurflugvallar til þess að auka næmi á aðstæður (situational awareness).

Afgreiðsla

Isavia Innanlandsflugvellir hefur skoðað tillögu RNSA og lagt mat á eftirfarandi:

  • Samtenging (coupling) tíðna í fjarskiptakerfi turnsins:
    • Virkar ekki vegna áhrifa og truflana á Grund vinnustöðvar í turni.
    • Vinna hefur verið í gangi til að draga úr álagi á TWR vinnustöðina meðal annars með því að láta Grund stjórna ökutækjum.
  • Færa ökutæki á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Virkar illa vegna aukningar álags á tíðni TWR.
    • Einnig er ökutækjum stjórnað af Grund til að dreifa álagi á ATS samanber ofangreint.
  • Bæta við hlustun ökutækja á tíðni TWR, 118,0 MHz:
    • Kaup á talstöðvum í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Ekki hægt að framkvæma að svo stöddu vegna mikils kostnaðar.
    • Kaup á „scannerum“ í ökutæki flugvallarþjónustu:
      • Verður sett upp í þeim ökutækjum þar sem hægt er.
      • Þessi lausn gengur samt ekki upp í tveimur ökutækjum vegna hávaða í viðkomandi tækjum og þar munu stjórnendur þeirra fá heyrnartól til að útiloka hávaðann í vinnurýminu en geta hlustað á grund og vinnustöð flugvallarþjónustu.
      • Þarna er ekki hægt að leysa hlustun á þriðju talstöðvar rásina.
  • Einnig verður hugtakið situational awareness sett inn í grunnþjálfun og farið yfir hvernig flugvallarstarfsmenn geta eflt eigin stöðuvitund og árvekni við störf sem eru einhæf og álagstengd eins og snjómokstur er.
  • Farið verður í vinnu með flugvallarstarfsmönnum fyrir vetrarvertíðina og kerfisbundnari leiðir mótaðar í snjóvinnunni til þess að fyrirbyggja að vinnuálag verði til þess að minnka stöðuvitund og árvekni, þá sérstaklega á álagsdögum.
    • Þessu tengt munu stjórnendur BIRK fara í skipulagsvinnu til að finna leiðir sem geta dregið úr tímabundnu álagi.