Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut 01-04-25

Gangandi vegfarandi var á leið þvert yfir Reykjanesbraut skammt norðan við vegamótabrú Breiðholtsbrautar/Nýbýlavegar. Á sama tíma var Nissan fólksbifreið ekið norðaustur Reykjanesbraut á vinstri akrein og á gangandi vegfarandann. Vegfarandinn lést í slysinu.

Skýrsla 01.04.2025
Umferðarsvið

Hrunavegur

Toyota Land Cruiser 90 var ekið austur Hrunaveg. Á sama tíma var Toyota Land Cruiser 120 ekið úr gagnstæðri átt. Toyota Land Cruiser 90 bifreiðinni var ekið á vinstri akrein og framan á Toyota Land Cruiser 120 bifreiðina í hörðum árekstri. Ökumaður Toyota Land Cruiser 90 bifreiðarinnar lést í slysinu. 

Skýrsla 08.03.2025
Umferðarsvið

Þingvallavegur 20-02-25

Mercedes Benz vörubifreið var ekið norður Þingvallaveg áleiðis að Álftavatni. Ökumaður vörubifreiðarinnar missti stjórn á bifreiðinni skömmu fyrir gatnamót við Vaðlækjarveg með þeim afleiðingum að bifreiðin snérist á veginum og valt. Lést ökumaðurinn í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
25-006U001T01. Mat á hálkuvörnum á Þingvallavegi við Álftavatn
25-006U001T02. Öryggisúttekt á undirbyggingu vegar 20.02.2025
Umferðarsvið