Tillögur í öryggisátt Síða 3

Lög um RNSA, 35. gr.

Útvíkkað verklag

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að skoða hvort útvíkka megi verklag, sambærilegt við verklagið í viðauka B, þannig að það nái ekki eingöngu yfir ótímabundið leyfi ökutækja á flugbrautum og akbrautum flugvéla.

Afgreiðsla

Myndbandsupptökubúnaður við starfstöðvar

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að fyrirtækin komi fyrir myndbandsupptökubúnaði við starfstöðvar flugumferðarstjóra sem ætlaðar eru til aðstoðar við rannsóknir á vegum RNSA.

Afgreiðsla

Verklag um kúplun tíðna

Flug
Nr. máls: 23-028F007
Staða máls: Opin
30.12.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia Innanlandsflugvalla ehf að flugvallarþjónusta og flugumferðarstjórar á BIRK komi sér saman um ákveðið verklag eða aðstæður þar sem tenging (kúplun) tíðna bætir öryggi á flugvellinum og það verklag verði fest í sessi.

Afgreiðsla

Rýni á þjálfun og verklagi

Flug
Nr. máls: 24-057F016
Staða máls: Opin
23.10.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ANS og Isavia Innanlands að rýna þjálfun og verklag flugumferðarstjóra í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli með tilliti til aukins álags.

Afgreiðsla

Uppfæra loftrými við BIRK

Flug
Nr. máls: 24-057F016
Staða máls: Opin
23.10.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að  meta hvort þörf sé á að uppfæra loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll úr loftrýmisflokki D yfir í loftrýmisflokk C.

Afgreiðsla

Reconsider Airworthiness Life Limit

Flug
Nr. máls: 24-045F014
Staða máls: Opin
20.11.2025

Tillaga í öryggisátt

SIA- Iceland recommends to Textron Aviation to reconsider (lower) the 10,000 flight cycles airworthiness life limit of the door hooks, or to perform design changes to improve its endurance.

Afgreiðsla

Yfirfara afísingarverklag

Flug
Nr. máls: 24-072F019
Staða máls: Opin
20.11.2025

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til afgreiðsluaðila afísingar á Akureyrarflugvelli, að yfirfara verklag við undirbúning afísingar, til að koma í veg fyrir að afísingarvökvi sé notaður í upplausn þar sem hætta er á að hann frjósi. Æskilegt er að verklagið sé yfirfarið fyrir allar starfsstöðvar afgreiðsluaðila afísingar þar sem afísing fer fram.

Afgreiðsla

Notkunarmörk afísingarvökva

Flug
Nr. máls: 24-072F019
Staða máls: Opin
20.11.2025

Tillaga í öryggisátt

RNSA beinir því til Norlandair, að fara yfir með flugmönnum og afgreiðslumönnum notkunarmörk mismunandi upplausna afísingarvökva, bæði er varðar hreinsun (de-icing) og vörn (anti-icing).

Afgreiðsla

Installation of panel protection

Flug
Nr. máls: 22-042F006
Staða máls: Opin
04.12.2025

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to Airbus to issue new/revised Service Bulletin to allow installation of the panel protection to cover panel 123VU and panel 124VU, to all already produced A320 family aircraft.

Afgreiðsla

Making SB mandatory

Flug
Nr. máls: 22-042F006
Staða máls: Opin
05.12.2025

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to EASA to make the new/revised Service Bulletin listed in safety recommendation 22-042F006T01 (when issued) mandatory, by issuing an Airworthiness Directive.

Afgreiðsla