Leita
Rýni á þjálfun og verklagi
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ANS og Isavia Innanlands að rýna þjálfun og verklag flugumferðarstjóra í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli með tilliti til aukins álags.
Afgreiðsla
Uppfæra loftrými við BIRK
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að meta hvort þörf sé á að uppfæra loftrýmið í kringum Reykjavíkurflugvöll úr loftrýmisflokki D yfir í loftrýmisflokk C.
Afgreiðsla
Reconsider Airworthiness Life Limit
Tillaga í öryggisátt
SIA- Iceland recommends to Textron Aviation to reconsider (lower) the 10,000 flight cycles airworthiness life limit of the door hooks, or to perform design changes to improve its endurance.
Afgreiðsla
Yfirfara afísingarverklag
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til afgreiðsluaðila afísingar á Akureyrarflugvelli, að yfirfara verklag við undirbúning afísingar, til að koma í veg fyrir að afísingarvökvi sé notaður í upplausn þar sem hætta er á að hann frjósi. Æskilegt er að verklagið sé yfirfarið fyrir allar starfsstöðvar afgreiðsluaðila afísingar þar sem afísing fer fram.
Afgreiðsla
Notkunarmörk afísingarvökva
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Norlandair, að fara yfir með flugmönnum og afgreiðslumönnum notkunarmörk mismunandi upplausna afísingarvökva, bæði er varðar hreinsun (de-icing) og vörn (anti-icing).
Afgreiðsla
Installation of panel protection
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to Airbus to issue new/revised Service Bulletin to allow installation of the panel protection to cover panel 123VU and panel 124VU, to all already produced A320 family aircraft.
Afgreiðsla
Making SB mandatory
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to EASA to make the new/revised Service Bulletin listed in safety recommendation 22-042F006T01 (when issued) mandatory, by issuing an Airworthiness Directive.
Afgreiðsla
Verklagsreglur um notkun miðla
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia Innanlandsflugvalla ehf og Isavia ANS ehf, sem veita flugumferðarþjónustu, að fullmóta og setja verklagsreglur um notkun miðla í vinnurýmum flugumferðarþjónustu.
Afgreiðsla
Isavia ANS ehf:
Þann 14.01.2025 gaf Isavia ANS, út verklag VR400 35 Ábyrg notkun miðla. Í því kemur fram að notkun miðla er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra, en verklagið er eftirfarandi:
Tilgangur og umfang
Setja reglur um ábyrga notkun miðla í rýmum flugleiðsögu.
Skilgreining
Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, og sjónvörp (útvörp) þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar þar með talið leikir, íþróttaviðburðir o.s.frv.
Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og raftæki, til dæmis lestur bóka, flókin handavinna og úrvinnsla erfiðra þrauta.
Framkvæmd
Fyrirkomulag á notkun miðils í vinnurýmum flugleiðsögu:
Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra. Vaktstjórnandi getur veitt undanþágu frá meginreglunni, til dæmis þegar engin umferð er í flugstjórnarsviði eða lítil umferð á næturvakt. Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöð flugumferðarstjóra má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.
Þátttaka í fundum úr vinnustöðu er ekki leyfileg.
Isavia Innanlandsflugvellir ehf:
Isavia Innanlandsflugvelllir kaupa ATC þjónustu af Isavia ANS. Við lítum svo á að þetta sér mál sem starfsleyfishafi á að leysa en við sem þjónustukaupi munum fylgja því eftir að úrbótatillögur sem tengjast þessu máli verði framfylgt.
Isavia ohf:
Þann 5.02.2025 gaf Isavia ohf, út verklag VR720 15 Ábyrg notkun miðla í flugturni á Keflavíkurflugvelli, en verklagið er eftirfarandi:
Tilgangur og umfang
Tryggja sameiginlegan skilning og verklag hvað varðar ábyrga notkun miðla í vinnurými flugturns, 7. hæð, þar sem veitt er flugumferðarþjónusta (ATS).
Skilgreiningar
Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, sjónvörp og annað þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar.
Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og miðlar.
Stýring á virkri umferð: Þegar starfsfólk veitir flugumferðarþjónustu eða mun veita hana innan stundar. Á við um loftför, ökutæki og annað sem kann að falla undir flugumferðarþjónustu
Fyrirkomulag á notkun miðla í vinnurými flugturns á 7. hæð:
Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu þegar starfsfólk stýrir virkri umferð í svæði BIKF eða á tíðni flugturns.
Þegar engin virk umferð er í svæði BIKF eða á tíðnum flugturns er starfsfólk hvatt til að sýna fagmennsku í vinnustöðu og nota ekki miðla nema í undantekningartilvikum eða þegar brýna nauðsyn krefur og ekki er unnt að leysa starfsfólk af.
Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöðu má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.
Improved weather analyzing
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to improve automation in analyzing weather phenomena (such as turbulence, icing, mountain waves, thunderstorms etc.) in high resolution weather forecasts.
Afgreiðsla
Vinna við þróun sjálfvirkra greiningartækja fyrir veðurfyrirbrigði sem geta haft áhrif á flugöryggi með áherslu á fjallabylgjur, niðurstreymi, ísingu og eldingar er hafin hjá Veðurstofunni.
Í kjölfar atviksins hefur VÍ m.a. gert eftirfarandi:
- Haldið endurmenntunarnámskeið fyrir flugveðurfræðinga í febrúar 2024 þar sem fjallabylgjur, veðurgreiningar og viðbrögð voru rýnd í kjölfar atviksins.
- Tekið upp mánaðarlega verkefnafundi til að vinna að sjálfvirkri greiningu veðuraðstæðna.
- Þróað kort sem sýnir sjálfvirkt hvort niðurstreymi fari yfir viðmiðunarmörk fyrir SEV MTW (≥ 3 m/s). Kortið nær yfir neðstu flughæðarlög upp í FL200 og spannar 6 klst. tímabil.
- Stefnt að útgáfu sambærilegs korts fyrir efri flughæðarlög.
- Unnið að framleiðslu yfirlitskorts sem flaggar hættulegar aðstæður á alþjóðaflugvöllum með viðvörunarlitum.
Einnig hefur Veðurstofan hafið samstarf við innri sérfræðinga í gervigreind með það að markmiði að auka sjálfvirknina í greiningu veðurgagna. Við búumst við að fyrstu fullbúnu sjálfvirku greiningarkerfin verði tekin í notkun veturinn 2026.
SIGMETs in graphical format
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to present SIGMET areas in graphical format on maps.
Afgreiðsla
Veðurstofan hefur gripið til aðgerða til að bæta framsetningu SIGMETa:
- Frá árinu 2024 hafa verið framleiddar kyrrmyndir af SIGMET svæðum sem birtast sjálfkrafa á vefsíðu Veðurstofunnar við útgáfu nýs SIGMET.
- Unnið er að því að varpa kyrrmyndum af SIGMET svæðum líkt og sjá má hér: SIGMET fyrir Ísland og SIGMET fyrir flugstjórnarsvæðið. Þessar myndir eru framleiddar þegar nýtt SIGMET er gefið út og varpast þær þá beint yfir á gamla vefinn á síðu SIGMET VÍ.
- Verklok þessa fyrsta fasa verkefnisins eru áætluð í lok ágúst 2025.
Þá er ný vefsíða Veðurstofunnar (https://gottvedur.is) í þróun og gert er ráð fyrir að vinna við flugveðurhlutann hefjist á næstu mánuðum. Þar mun verða unnt að birta SIGMET á gagnvirku kortaformi, líkt og gert er á vefjum eins og Skyvector.com. Áætluð verklok eru á fyrri hluta árs 2026.