Lög um RNSA, 35. gr.
Leita
Improved weather analyzing
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to improve automation in analyzing weather phenomena (such as turbulence, icing, mountain waves, thunderstorms etc.) in high resolution weather forecasts.
Afgreiðsla
SIGMETs in graphical format
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to present SIGMET areas in graphical format on maps.
Afgreiðsla
Re-evaluation of CRM training
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland recommends to Turkish Airlines to re-evaluate their CRM training, to emphasize the importance of each pilot’s role in flying the aircraft.
Afgreiðsla
Pilot reports to Icelandic MET Office
Tillaga í öryggisátt
SIA-Iceland advises Isavia ANS to ensure that Pilot Reports to the Icelandic MET Office include all weather related information.
Afgreiðsla
Isavia ANS mun taka PIR skeytin fyrir á samráðsfundi með Veðurstofunni. Isavia ANS sendir eingöngu PIR skeyti þegar ástæða er til og það ætti ekki að sía þau frá þótt þau innihaldi ekki ákveðin orð. Isavia ANS mun einnig skoða hvort ástæða sé til að breyta ferlinu við PIR skeyti og nota ISDS til þess. Þetta atvik verður tekið fyrir á öllum kjarnafundum, svo starfsmenn viti að það þurfi að setja inn upplýsingar um hvers konar veðurfyrirbæri á við í skeytinu til að það síist ekki frá hjá Veðurstofunni.
Verklagsreglur um notkun miðla
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia Innanlandsflugvalla ehf og Isavia ANS ehf, sem veita flugumferðarþjónustu, að fullmóta og setja verklagsreglur um notkun miðla í vinnurýmum flugumferðarþjónustu.
Afgreiðsla
Isavia ANS ehf:
Þann 14.01.2025 gaf Isavia ANS, út verklag VR400 35 Ábyrg notkun miðla. Í því kemur fram að notkun miðla er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra, en verklagið er eftirfarandi:
Tilgangur og umfang
Setja reglur um ábyrga notkun miðla í rýmum flugleiðsögu.
Skilgreining
Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, og sjónvörp (útvörp) þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar þar með talið leikir, íþróttaviðburðir o.s.frv.
Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og raftæki, til dæmis lestur bóka, flókin handavinna og úrvinnsla erfiðra þrauta.
Framkvæmd
Fyrirkomulag á notkun miðils í vinnurýmum flugleiðsögu:
Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu flugumferðarstjóra. Vaktstjórnandi getur veitt undanþágu frá meginreglunni, til dæmis þegar engin umferð er í flugstjórnarsviði eða lítil umferð á næturvakt. Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöð flugumferðarstjóra má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.
Þátttaka í fundum úr vinnustöðu er ekki leyfileg.
Isavia Innanlandsflugvellir ehf:
Isavia Innanlandsflugvelllir kaupa ATC þjónustu af Isavia ANS. Við lítum svo á að þetta sér mál sem starfsleyfishafi á að leysa en við sem þjónustukaupi munum fylgja því eftir að úrbótatillögur sem tengjast þessu máli verði framfylgt.
Isavia ohf:
Þann 5.02.2025 gaf Isavia ohf, út verklag VR720 15 Ábyrg notkun miðla í flugturni á Keflavíkurflugvelli, en verklagið er eftirfarandi:
Tilgangur og umfang
Tryggja sameiginlegan skilning og verklag hvað varðar ábyrga notkun miðla í vinnurými flugturns, 7. hæð, þar sem veitt er flugumferðarþjónusta (ATS).
Skilgreiningar
Miðill: Samheiti yfir raftæki sem notuð eru til afþreyingar, s.s. farsímar, spjaldtölvur, tölvur, sjónvörp og annað þar sem efni er miðlað og ætlað til afþreyingar.
Hafa ber í huga að önnur afþreying getur haft sömu áhrif á athygli notenda og miðlar.
Stýring á virkri umferð: Þegar starfsfólk veitir flugumferðarþjónustu eða mun veita hana innan stundar. Á við um loftför, ökutæki og annað sem kann að falla undir flugumferðarþjónustu
Fyrirkomulag á notkun miðla í vinnurými flugturns á 7. hæð:
Notkun miðla, samkvæmt skilgreiningu að ofan, er óheimil í vinnustöðu þegar starfsfólk stýrir virkri umferð í svæði BIKF eða á tíðni flugturns.
Þegar engin virk umferð er í svæði BIKF eða á tíðnum flugturns er starfsfólk hvatt til að sýna fagmennsku í vinnustöðu og nota ekki miðla nema í undantekningartilvikum eða þegar brýna nauðsyn krefur og ekki er unnt að leysa starfsfólk af.
Hafa ber í huga að notkun miðla í eða nálægt vinnustöðu má undir engum kringumstæðum hafa truflandi áhrif.
Útvíkkað verklag
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að skoða hvort útvíkka megi verklag, sambærilegt við verklagið í viðauka B, þannig að það nái ekki eingöngu yfir ótímabundið leyfi ökutækja á flugbrautum og akbrautum flugvéla.
Afgreiðsla
Myndbandsupptökubúnaður við starfstöðvar
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia ohf, Isavia ANS ehf og Isavia Innanlandsflugvalla ehf að fyrirtækin komi fyrir myndbandsupptökubúnaði við starfstöðvar flugumferðarstjóra sem ætlaðar eru til aðstoðar við rannsóknir á vegum RNSA.
Afgreiðsla
Verklag um kúplun tíðna
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Isavia Innanlandsflugvalla ehf að flugvallarþjónusta og flugumferðarstjórar á BIRK komi sér saman um ákveðið verklag eða aðstæður þar sem tenging (kúplun) tíðna bætir öryggi á flugvellinum og það verklag verði fest í sessi.
Afgreiðsla
Innleiðing á ADS-B
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými.
Afgreiðsla
Svar Samgöngustofu:
Vísað er til lokaskýrslu RNSA um flugslys TF-ABB við Þingvallavatn dags. 2. maí 2024 þar sem RNSA ”beinir því til Samgöngustofu að innleiða ADS-B senda í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými”. Samgöngustofa telur að slík krafa væri íþyngjandi gangvart umráðendum loftfara í einkaflugi þar sem töluverður kostnaður felst í ísetningu og kaupum á slíkum búnaði. Slíkar kröfur eru ekki gerðar á meginlandi Evrópu né í Bandaríkjunum. Samgöngustofa veit til þess að nokkur loftför í einkaflugi eru búin slíkum búnaði en oft og tíðum er búnaðurinn óvottaður og sendir frá sér merki með ófullnægjandi gæðum og því ekki nothæfur fyrir Isavia ANS. Rétt er að taka fram að mikil þróun er á þessu sviði og Samgöngustofa mun fylgjast með framgangi þessara mála og hafa í huga komi til þess að farið verði að innleiða ADS-B sem lágmarksbúnað í Evrópu. Samgöngustofa mun því ekki gera kröfu um ísetningu ADS-B búnaðar í mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými að svo stöddu.
Niðurstaða RNSA:
Í samræmi við 35. grein laga 18/2013, þá hefur RNSA yfirfarið viðbrögð Samgöngustofu við tillögu 22-010F002-T1. RNSA telur viðbrögð SGS ekki fullnægjandi og hvetur nefndin til þess að leiðir verði skoðaðar til þess að draga úr íþyngjandi áhrifum innleiðingar og setji markmið um innleiðingu á ADS-B sendum í öll mönnuð loftför sem fljúga í íslensku loftrými. Mun tillagan því áfram standa opin hjá RNSA.
Viðbragðsáætlun fyrir leit og björgun
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Landhelgisgæslu Íslands að koma á viðbragðsáætlun fyrir Samhæfingarstöðina, í samvinnu við viðkomandi hagaðila, um hvernig skipulagi, framkvæmd og ábyrgð leitar að týndu loftfari skuli háttað.