Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

2025-012-S-005 Eldey Ásigling

Ástæða ásiglingarinnar má rekja til óvæntrar bilunar í stjórnbúnaði stjórnborðs skrúfu.

Skýrsla 09.03.2025
Siglingasvið

Bókun Baldvin Njálsson GK 400 Slys

Maður slasast á hendi

Skýrsla 05.02.2025
Siglingasvið

Þórsnes SH 109 Veiðarfæri klemmir skipverja

Ástæðu slyssins má rekja til þess að skipverjinn flækti vinstri hendi í neti þegar hann teygði hægri hendi út fyrir borðstokkinn án þess að taka eftir flaksandi neti.

Skýrsla 06.11.2024
Siglingasvið

2024-060-S-025 Flugaldan Ak 66 Strand

Ástæða þess að Flugaldan strandaði var að skipstjóri bátsins sofnaði.

Skipstjóri lét úr höfn án þess að vera með björgunarbúninga fyrir alla skipverja eins og reglur kveða á um. Gúmmíbjörgunarbáturinn var að auki kominn þrjá mánuði fram yfir lögbundna skoðun.

Skýrsla 28.10.2024
Siglingasvið

Sturla GK 12 Skip tók niðri á grynningum

Ástæða þess að skipið tók niðri var að því var siglt öfugu megin við innsiglingabauju.

Skýrsla 24.10.2024
Siglingasvið

Slys á æfingu Herjólfur

Orsök slyssins var að hinn slasaði kom á of mikilli ferð niður í gúmmíbjörgunarbátinn.

 

Rannsókn á slysinu sem átti sér stað 2019 er að finna í skýrslu Nr. 19-152 S 092 Herjólfur.

 

Skýrsla 23.09.2024
Siglingasvið

Sjóatvik. Bókun Herjólfur og Seabourn Venture

Atburðarás liggur fyrir og útgerð Herjólfs og Vestmannaeyjahöfn hafa brugðist við. Verður málið því ekki rannsakað frekar.

Skýrsla 29.08.2024
Siglingasvið

Hadda HF 52 og Longdawn. Árekstur milli skipa

Samverkandi þættir urðu til þess að árekstur varð milli Höddu og flutningaskipsins Longdawn.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hadda HF 52 og Longdawn 16.05.2024
Siglingasvið

2024-038-S-011 Tómas Þorvaldsson slys

Mannleg mistök urðu þess valdandi að skipverji slasaðist á fingri.

Skýrsla 08.05.2024
Siglingasvið

Seglskipið Ópal slitnaði frá í drætti

Nefndin telur að óráðlegt hafi verið að fara af stað í svo litlum veðurglugga sem raun var á. Þá hafi frágangur á dráttartauginni ekki verið nægjanlega góður og því hafi hún slitnað.

 

Nefndin telur ámælisvert að aðgengi að neyðarstýri hafi verið hindrað með setlaug og að stýrisstöng hafi ekki passað á stýrisstammann. Telur nefndin að skoðun á skipinu hvað þetta varðar hafi verið ábótavant.

 

Nefndin bendir á mikilvægi þess að hlúð sé að skipverjum sem hafa lent í hættuástandi og þá sérstaklega þeim skipverjum sem hafa litla reynslu.

 

Nefndin bendir á skyldu dráttarskips að vera með skýr og stöðug samskipti við hið dregna skip.

Skýrsla 15.03.2024
Siglingasvið