Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Nesjavallaleið 22.5.2017
Hjólreiðamaður var einn á ferð á reiðhjóli á Nesjavallaleið eftir hádegi mánudaginn 22. maí 2017. Hann missti jafnvægið og féll af hjólinu. Hann var ekki með hjálm og hlaut banvæna höfuðáverka í slysinu. Að mati nefndarinnar eru líkur á að maðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið með hjálm.
Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hjálmanotkun reiðhjólamanna 22.05.2017
Eyjafjarðarbraut 22.5.2017
Drengur ók torfæruhjóli inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir bifreið. Drengurinn lést í slysinu. Í skýrslunni birtir nefndin tillögu í öryggisátt varðandi skert útsýn vegna trjáa.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Skert útsýn vegna trjáa 22.05.2017
Grindavíkurvegur 5. mars 2017
Þann 5. mars 2017 var Toyota bifreið ekið suður Grindavíkurveg. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt. Ökumaður, sem var ekki spenntur í öryggisbelti, kastaðist út úr bifreiðinni og lést af völdum fjöláverka. Ökumaður var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið átti sér stað.
Skýrsla 05.03.2017Reykjanesbraut 21. febrúar 2017
Toyota Corolla bifreið var ekið vestur Reykjanesbraut þegar Toyota Land Cruiser bifreið sem kom úr gagnstæðri átt var ekið yfir miðlínu í veg fyrir Corolla bifreiðina. Ökumaður Corolla bifreiðarinnar beygði til vinstri til að reyna að koma í veg fyrir árekstur en á sama tíma beygði ökumaður Land Cruiser bifreiðarinnar aftur inn á réttan vegarhelming þannig að árekstur varð á milli bifreiðanna. Farþegi í Corolla bifreiðinni lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Yfirlýsing um líkamlegt og andlegt heilbrigði 21.02.2017
Grindavíkurvegur 12.1.2017
Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar lést í slysinu.
Skýrsla 12.01.2017Þjóðvegur 1 við Heiðarenda 23.12.2016
Síðdegis þann 23. desember 2016 kom vegfarandi um þjóðveg 1 við Heiðarenda að Suzuki Grand Vitara bifreið sem hafði hafnað utan vegar og oltið. Engin vitni voru að slysinu. Vegfarandinn var á bifreið sem útbúin var sterkum ljóskösturum og sá þannig glampa af Suzuki bifreiðinni þar sem hún var á hvolfi fyrir utan veginn.
Ökumaður Suzuki bifreiðarinnar lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Akstur við erfiðar aðstæður 23.12.2016
Holtavörðuheiði 22.12.2016
Eftir hádegi þann 22. desember 2016 lentu Suzuki bifreið og Toyota bifreið saman á Holtavörðuheiði. Þeim var ekið í gagnstæðar áttir og var Toyota bifreiðinni ekið inn á rangan vegarhelming og lentu vinstri framhorn bifreiðanna saman. Bifreiðarnar snérust við áreksturinn og stöðvuðust þær utan vegar.
Ökumaður Toyota bifreiðarinnar lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Stofnun fagráðs um ökuréttindi
Vinna við útgáfu eyðublaðs um veitingu og endurnýjun ökuréttinda 22.12.2016
Vesturlandsvegur Lágafell 9.12.2016
Ökumaður Kia bifreiðar hafði numið staðar á vegöxl við Vesturlandsveg. Skyndilega ók hann inn á akbrautina í vinstri beygju, þvert á tvær akreinar fyrir umferð í átt til Reykjavíkur. Ökumaður Jaguar bifreiðar á vinstri akrein á leið til Reykjavíkur reyndi að sveigja frá Kia bifreiðinni án árangurs og lenti bifreiðin á vinstri hlið Kia bifreiðarinnar. Ökumaður Kia bifreiðarinnar hlaut fjöláverka í slysinu og lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Í skýrslunni beinir nefndin þeirri tillögu til veghaldara að aðgreina betur akstursáttir þar sem slysið átti sér stað.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Aðgreining akstursátta 09.12.2016
Suðurlandsvegur við Fagurhólsmýri 30.10.2016
Þann 30. október 2016 hafði Toyota bifreið verið ekið Suðurlandsveg í vesturátt skammt frá Fagurhólsmýri. Vegurinn á þessum stað liggur í hægri beygju miðað við akstursátt ökumanns og lenti bifreiðin útaf veginum vinstra megin. Bifreiðin rakst síðan á brattan bakka og kastaðist við það nokkra vegalengd og valt í kjölfarið.
Ökumaður, sem var ekki spenntur í öryggisbelti, kastaðist út úr bifreiðinni. Hann hlaut banvæna fjöláverka og lést á slysstað.
Reykjanesbraut við Rósaselstorg
Um miðjan dag 17. október 2016 lést ökumaður fólksbifreiðar í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut skammt austan við Rósaselstorg. Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti og var undir áhrifum ólöglegra fíkniefna þegar slysið átti sér stað.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Aðgreining akstursátta (1) 17.10.2016