Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.

Skýrsla 15.09.2019
Umferðarsvið

Ingjaldssandsvegur 27.6.2019

Ökumaður veghefils lést eftir að hann missti stjórn á heflinum við vinnu í brekku á Sandheiði á Ingjaldssandsvegi. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varakerfi hemla- og stýrisbúnaðar vinnuvéla 27.06.2019
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019

Ökumaður fólksbifreiðar ók of hratt og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 23.04.2019
Umferðarsvið