Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Kársnesbraut Urðarbraut

Börnum í öðrum bekk í Snælandsskóla í Kópavogi var ekið í hópbifreið að sundlaug Kópavogs í skólasund. Þegar bifreiðin beygði frá Kársnesbraut upp Urðarbraut féll barn, sem sat aftast, út úr bifreiðinni þegar neyðarhurð opnaðist skyndilega. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt sem lesa má neðst í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014 (2) 08.12.2014
Umferðarsvið

Hafnarvegur við Stekkakeldu

Síðdegis 28. ágúst 2014 var sendibifreið ekið aftan á fólksbifreið sem numið hafði staðar á Hafnarvegi. Við áreksturinn snérist sendibifreiðin á hlið og rann framan á vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður sendibifreiðarinnar lést í slysinu. Í skýrslunni birtir Rannsóknarnefnd samgönguslysa nokkrar tillögur í öryggisátt sem lesa má aftast í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hafnarvegur við Stekkakeldu
Hafnarvegur við Stekkakeldu (1)
Hafnarvegur við Stekkakeldu (2) 28.08.2014
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Hámundastaðaháls 17.3.2014

Tvær bifreiðar, Volkswagen Polo og Toyota Hilux, rákust saman á Ólafsfjarðarvegi þegar ökumaður Toyota Hilux bifreiðarinnar ók yfir á rangan vegarhelming í þeim tilgangi  að aka fram úr snjóruðningstæki á ferð. Nokkuð kóf var undan tönn snjómoksturstækisins í aðdraganda slyssins og aðstæður til framúraksturs voru slæmar. Í árekstrinum lést kona, farþegi í aftursæti Volkswagen Polo bifreiðarinnar. Beinir RNSA því til ökumanna að gæta vel að sér við framúrakstur svo þeir valdi ekki slysum.

Skýrsla 17.03.2014
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur, brú við Fornahvamm

Um klukkan 12:30 þann 12. janúar 2014 lentu tvær bifreiðar í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Fornahvamm. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni þegar henni var ekið yfir skafl sem myndast hafði við vegriðsenda við brú yfir Norðurá með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum og hægri hlið hennar lenti framan á vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar létust af völdum lífhættulegra áverka sem af slysinu hlutust. Ökumaðurinn var 18 ára karlmaður og farþeginn var 16 ára stúlka.

Skýrsla 12.01.2014
Umferðarsvið