Hafnarvegur við Stekkakeldu

Hafnarvegur við Stekkakeldu

Umferð
Nr. máls: 2014-U012
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 16.02.2016

Tillaga í öryggisátt

Stöðvun bifreiða á þjóðvegum skapar hættu. Nauðsynlegt getur verið að stöðva ökutæki á þjóðvegum og þurfa allir ökumenn að vera við því búnir að bregðast við ef fyrirstaða er á veginum fyrir framan, t.d. bifreið eða dýr. Hins vegar skapar það hættu að stöðva ökutæki á akbraut og ökumenn ættu ávallt að leggja utan akbrautar. Víða eru þjóðvegir á Íslandi ekki breiðari en svo að ekki er hægt að stöðva ökutæki úti í vegkanti án þess að hluti þeirra standi inn á akbrautinni. Í 27. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum er kveðið á um að ökumaður skuli ekki stöðva ökutæki á þeim stað eða þannig að valdið geti hættu eða óþarfa óþægindum fyrir umferð. Þekkt er m.a. að ferðamenn stöðvi bifreiðar sínar á vegum til þess að taka myndir sem getur skapað verulega hættu í umferðinni. Leggur nefndin því til við Samgöngustofu að koma því á framfæri við ökumenn, m.a. erlenda ferðamenn, að alvarleg hætta skapast þegar ökutæki er stöðvað á þjóðvegi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa hefur í framhaldi af tillögu RNSA sent bréf til allra ökutækjaleiga þar sem m.a. er farið yfir þær upplýsingaskyldur sem þær hafa samkvæmt lögum. Meðfylgjandi bréfinu var spurningalisti þar sem fyrirtækin voru beðin að svara hvernig m.a. upplýsingagjöf er háttað til viðskiptavina og fleira. Samgöngustofa mun svo í framhaldinu vinna úr þeim svörum og meta hvar útbóta er þörf. Í sumar mun Samgöngustofa með ýmsum hætti koma ábendingum á framfæri við ökumenn um þá hættu sem skapast þegar ökutæki er stöðvað á akbraut.