Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur Stigá

Ökumaður á bifhjóli var á austurleið rétt vestan við Stigá. Stuttu áður en hann kom að brúnni byrjaði hjólið að skjálfa eða skakast til með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á því, féll og rann eftir veginum. Hann rakst utan í bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt og kastaðist út fyrir veg. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hlífðarbúnaður bifhjólamanna 15.08.2020
Umferðarsvið

Norðausturvegur 23.7.2020

Ökumaður fólksbifreiðar ók ölvaður á ofsahraða norður Norðausturveg. Skammt sunnan við vegamótin að Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést í slysinu.

Skýrsla 23.07.2020
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur 28.6.2020

Fjórum bifhjólum var ekið suður Vesturlandsveg. Ökumaður fremsta hjólsins missti stjórn á hjóli sínu á hálu nýlögðu malbiki og féll hjólið í götuna. Auk ökumanns var einn farþegi á hjólinu og runnu hjólið, ökumaðurinn og farþeginn yfir á rangan vegarhelming framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bæði ökumaður og farþegi bifhjólsins létust í slysinu. Ökumaður næstfremsta bifhjólsins missti einnig stjórn á hjóli sínu vegna ástands malbiksins. Hann rann út af veginum og slasaðist. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bindandi reglur um öryggisúttekt áður en opnað er fyrir almenna umferð
Malbiksframleiðslan stóðst ekki gæðakröfur
Útlögn malbiks 28.06.2020
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík

Fólksbifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík rann í veg fyrir vörubifreið með snjótönn sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Skráning og eftirlit með snjómokstursbúnaði á ökutækjum 12.01.2020
Umferðarsvið

Gámaslys á Vesturlandsvegi

Vörubifreið var ekið suður Vesturlandsveg í Kollafirði á sama tíma og gámaflutningabifreið með tengivagni var ekið úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bifreiðarnar mættust féll gámur af tengivagninum í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður vörubifreiðarinnar hlaut alvarlega áverka við áreksturinn. Tengivagninn sveiflaðist til aftan í gámabifreiðinni og rakst á fólksbifreið sem ekið var á eftir vörubifreiðinni. Ökumaður hennar hlaut einnig alvarlega áverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Reglugerð um frágang farms
Gámafestingar
Frágangur farms 10.01.2020
Umferðarsvið