Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Vesturlandsvegur við Enni

Fólksbifreið var ekið yfir á rangan vegarhelming í framúrakstri beint framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem ók yfir á rangan vegarhelming lést í slysinu. Í hinni bifreiðinni voru átta farþegar auk ökumanns, þar af sjö á barnsaldri. Allir hlutu einhver meiðsli og fjögur þeirra hlutu mikil meiðsli.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Styrkur sæta og sætafesta 04.06.2018
Umferðarsvið

Lyngdalsheiðarvegur

Nissan bifreið á leið vestur Lyngdalsheiðarveg var ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi í Nissan bifreiðinni létust í slysinu.

Sennilegt er að ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi sofnað eða misst athygli frá akstrinum af óþekktum ástæðum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Burðarþyngd hjólbarða 08.03.2018
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur við Hvamm

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla 03.01.2018
Umferðarsvið