Hættulegt vegumhverfi

Hættulegt vegumhverfi

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 17.01.2020

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til veghaldara að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum.

Beggja vegna Ólafsfjarðarvegar við ræsið þar sem slysið varð eru hættur í vegumhverfinu. Hátt fall er fram af veginum og brattir fláar inn á afleggjara bæði til austurs og vesturs. Beinir nefndin því til veghaldara að gera öryggisúttekt á veginum og skoða með hvaða hætti er hægt að bæta öryggi vegfarenda á þessum stað. Bendir nefndin á að alls hafa orðið sex banaslys á Ólafsfjarðarvegi frá 2009. Fullt tilefni er til að taka þennan veg til sérstakrar skoðunar.

Afgreiðsla

Veghaldari hefur framkvæmt öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi, þeas á þeim köflum hans sem liggja utan þéttbýlis. Víða þarf að laga umhverfi vegaris miðað við núgildandi veghönnunarreglur. Þegar hefur verið gripið til aðgerða á nokkrum stöðum, t.d. með lengingu ræsa og lagfæringu fláa við Hvamm, bættum hálkuvörunum við Krossa og uppsetningu vegriðs við Hrísatjörn, milli Skíðadalsvegar og Svarfaðardalsvegar, en mikið verk er enn óunnið. Veghaldari mun halda áfram lagfæringum á umhverfi Ólafsfjarðarvegar eftir því sem kostur er og fjárveitingar leyfa.