Slysa- og atvikaskýrslur Síða 7

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Hlíðarvegur Ólafsfirði 14.10.2016

Snemma morguns hinn 14. október 2016 var maður að bera út blöð á bifreið sinni. Hafði hann
stöðvað bifreiðina og stigið út en hún rann síðan af stað. Hann klemmdist milli stafs og hurðar
þegar hann var að reyna að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem hann
hlaut í slysinu.

Skýrsla 14.10.2016
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur Sólheimasandi

Að kvöldi 17. september 2016 var ekið á mann sem stóð á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi með þeim afleiðingum að hann lést. Slysstaður er við slóða sem liggur að vinsælum ferðamannastað, en slóðinn var lokaður fyrir umferð ökutækja. Myrkur var og þegar slysið átti sér stað var staðurinn ómerktur, óupplýstur og án bílastæða.

Skýrsla 17.09.2016
Umferðarsvið

Útnesvegur Hnausar 17.9.2016

Rétt fyrir miðnætti laugardaginn 17. september 2016 var bifreið ekið út af Útnesvegi á Snæfellsnesi þar sem hún valt nokkrar veltur. Tveir aðilar voru í bifreiðinni, báðir þreyttir, undir áhrifum áfengis og ekki spenntir í öryggisbelti. Annar þeirra kastaðist út úr bifreiðinni og lést af völdum áverka sem af hlutust. Hinn kastaðist til og að hluta út úr bifreiðinni, hann hlaut alvarleg meiðsli.

Skýrsla 17.09.2016
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Skíðadal

Þann 4. september 2016 var Nissan bifreið ekið norður Ólafsfjarðarveg. Á móts við Skíðadal var bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins inn á rangan vegarhelming. Bifreiðin ók utan í ökumannshlið Jeep Wrangler bifreiðar sem ekið var úr gagnstæðri átt og utan í kerru sem hún var með í eftirdragi.
Nissan bifreiðin hafnaði síðan á Audi bifreið sem var ekið fyrir aftan Jeep bifreiðina.


Farþegi í aftursæti Nissan bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Könnun á styrkleika á stýrisbúnaði
Breytingar á umferðarlögum m.t.t. öryggisbúnaðar barna 04.09.2016
Umferðarsvið

Þingskálavegur við Geldingalæk

Upp úr hádegi 20. ágúst 2016 varð harður árekstur tveggja bifreiða á Þingskálavegi við Geldingalæk. Ökumaður Skoda fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Toyota sendibifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður Skoda bifreiðarinnar lést í slysinu og ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist talsvert.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Þingskálavegur 20.08.2016
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við Hafnaveg 7.7.2016

Snemma að morgni 7. júlí 2016 var vörubifreið ekið inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins lést.

Skýrsla 07.07.2016
Umferðarsvið

Öxnadalsheiði 24.6.2016

Ökumaður undir slævandi áhrifum lyfja ók alltof hratt og keyrði aftan á fólksbifreið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin lenti framan á hópbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að skipaður verði hópur fagaðila á sviði réttarfars og refsivörslu og meðferðar við áfengis- og fíkniefnasýki, sem falið verði að vinna tillögur um ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri 24.06.2016
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016

Upp úr hádegi 20. júní 2016 valt vörubifreið með festivagn í eftirdragi út fyrir veg á Suðurlandsvegi í Mýrdal og lést ökumaður bifreiðarinnar í slysinu. Slysið varð neðarlega í brekku niður af Reynisfjalli í krappri beygju. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að frumorsök slyssins mátti rekja til þess að hemlar festivagnsins voru í afar bágbornu ástandi. Í skýrslunni birtir nefndin tillögur í öryggisátt um viðgerðir og viðhald þungra ökutækja, öryggi vegarins og skoðunarhandbók ökutækja.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (1)
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (2) 20.06.2016
Umferðarsvið

Hvalfjarðargöng 5.6.2016

Þann 5. júní 2016 varð harður árekstur tveggja bifreiða í Hvalfjarðargöngunum um 700 metra fyrir innan syðri munna ganganna. Ökumaður Toyota bifreiðar á suðurleið ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Subaru bifreið á norðurleið. Farþegi í framsæti Subaru bifreiðarinnar lést í slysinu. Ökumenn beggja bifreiða og farþegar í Toyota bifreiðinni slösuðust mikið.

Í skýrslunni beinir nefndin því til veghaldara að kanna með möguleika á að breikka rifflur á milli akstursátta. Jafnframt beinir nefndin því til veghaldara að leita leiða til að auka vitund ökumanna á nauðsyn þess að viðhalda nægilegu bili milli ökutækja í göngunum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Rifflur milli akstursátta
Bil milli ökutækja
Framúrakstur 05.06.2016
Umferðarsvið

Þingvallavegur 30.5.2016

Ökumaður bifhjóls á leið austur Þingvallaveg missti stjórn á bifhjólinu við brúna yfir Leirvogsá. Hann féll af hjólinu eftir að hafa borist á því utan í vegriðinu inn á miðja brúna. Hann hlaut banvæna fjöláverka og lést á slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til bifhjólamanna að virða settan hámarkshraða og aka ekki hraðar en reynsla þeirra leyfir og aldrei yfir hámarkshraða. Nefndin hefur nú rannsakað þrjú banaslys bifhjólamanna á Þingvallavegi og má rekja tvö þeirra til hraðaksturs.

Skýrsla 30.05.2016
Umferðarsvið