Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.

Skýrsla 15.09.2019
Umferðarsvið

Ingjaldssandsvegur 27.6.2019

Ökumaður veghefils lést eftir að hann missti stjórn á heflinum við vinnu í brekku á Sandheiði á Ingjaldssandsvegi. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varakerfi hemla- og stýrisbúnaðar vinnuvéla 27.06.2019
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019

Ökumaður fólksbifreiðar ók of hratt og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 23.04.2019
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 við Núpsvötn 27.12.2018

Ökumaður ók Toyota bifreið inn á brúna yfir Núpsvötn þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni.


Ökumaðurinn ók of hratt miðað við aðstæður og hámarkshraða á þessum stað. Bifreiðin fór upp á
vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan.


Þrír farþegar í bifreiðinni létust í slysinu og voru þeir ekki í öryggisbeltum eða með annan viðeigandi
öryggisbúnað.

Skýrsla 27.12.2018
Umferðarsvið

Borgarfjarðarbraut Flókadalsá

Ökumaður pallbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, lést í slysinu.

Skýrsla 11.11.2018
Umferðarsvið

Reykjanesbraut Tjarnarvellir

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Sennilega  sofnaði ökumaðurinn við aksturinn. Farþegi í sömu bifreið, var ekki spenntur í öryggisbelti og lést af áverkum sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 28.10.2018
Umferðarsvið

Djúpvegur Hestfirði

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn ofan í vatnsrás við veginn. Ökumaðurinn lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Grjóthrun og öryggissvæði 13.06.2018
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Freyjulund

Ökumaður hópbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Þegar bifreiðin var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar. Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi
Hættulegt vegumhverfi 05.06.2018
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur við Enni

Fólksbifreið var ekið yfir á rangan vegarhelming í framúrakstri beint framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem ók yfir á rangan vegarhelming lést í slysinu. Í hinni bifreiðinni voru átta farþegar auk ökumanns, þar af sjö á barnsaldri. Allir hlutu einhver meiðsli og fjögur þeirra hlutu mikil meiðsli.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Styrkur sæta og sætafesta 04.06.2018
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur vestan Markarfljóts

Mercedes Benz bifreið var ekið vestur Suðurlandsveg skammt vestan við Markarfljót þegar Kia
bifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á
Mercedes Benz bifreiðina. Ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar lést í slysinu en ökumaður og
farþegar Kia bifreiðarinnar hlutu ekki lífshættulega áverka.

Skýrsla 16.05.2018
Umferðarsvið