Tillögur í öryggisátt Síða 3

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu hér..

Hannes Andrésson

Siglingar
Nr. máls: 18-191 S 132
Staða máls: Lokuð
30.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur nauðsynlegt að sett séu inn eftirlitsákvæði um stigabúnað í skoðunarhandbók Samgöngustofu fyrir eftirlitsaðila skipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu má lesa hér:

 

Lesa afgreiðslu..

Hafsúlan

Siglingar
Nr. máls: 17-015 S 009
Staða máls: Lokuð
09.10.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að reglur verði settar um reykköfunarbúnað í gömlum farþegaskipum undir 24 metrum að lengd.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Samgöngustofu:

Lesa hér...

Hafey SK 10

Siglingar
Nr. máls: 023 16
Staða máls: Lokuð
16.09.2016

Tillaga í öryggisátt

Ásigling og leki

Nefndin leggur til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarðinn.

Afgreiðsla

Niðurstaða hafnaryfirvalda og Vegagerðarinnar var sú að setja upp ljós á þennan garð gæti verið villandi fyrir sjófarendur þar sem þetta er fjarri innsiglingaleiðinni.  Auk þess hætta á að þeir sem ekki væru staðkunnugir og skoða ekki sjókort og eru að sigla í myrkri gætu haldið að þarna væri um innsiglingu inn í höfnina að ræða.

Á fundi RNSA 3. apríl 2017 var þetta málefni tekið fyrir og samþykkt, á grundvelli þessa rökstuðnings, að nefndin mundi ekki gera kröfu um að þetta ljós yrði sett upp.

 

Hadda HF 52 og Longdawn

Siglingar
Nr. máls: 2024023S006 Hadda HF 52 og Longdawn
Staða máls: Opin
26.03.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Landhelgisgæslunnar að þegar send eru út MADAY RELAY neyðarboð séu þau tafarlaust send einnig út á ensku.

 

Afgreiðsla

Guðmundur Jónsson

Siglingar
Nr. máls: 02516
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Gottlieb GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04415
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Gísli Mó SH 727

Siglingar
Nr. máls: 090 15
Staða máls: Lokuð
29.04.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur og sekkur

Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.

Afgreiðsla

Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.