Tillögur í öryggisátt

023040S023 Baldvin Njálsson GK 400

Siglingar
Nr. máls: 23040S023
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að þrýstirofar við færibönd séu útbúnir með þeim hætti að þá þurfi að virkja sérstaklega og að slíkt ákvæði verði fært inn í viðeigandi reglugerð.

Afgreiðsla

Frestur til 5 ágúst 2023.

23021S011T01 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to enforce the International Convention on the Fair Treatment of Seafarers in the wake of incidents like these.

Afgreiðsla

23021S011T02 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to ensure the safe management of its vessels through good communication with BRM vessel management.

Afgreiðsla

23021S011T03 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Ministry of infrastructure that the Ministry adopt a regulation in accordance with 1. paragraph. 17. article. law nr. 41/2003, in accordance with 3. article law nr. 86/2023

Afgreiðsla

23021S011T04 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23030S011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Icelandic Transport Authority that the Authority updates the Admiralty e-nautical publications viewer stating where local knowledge is needed and providing information on where guides can be found.

Afgreiðsla

23030S016 Harpa RE Farþegaskip

Siglingar
Nr. máls: 23030S016
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5 ágúst 2024.

Amma Kibba RIB

Siglingar
Nr. máls: 03616
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins frá 24. apríl 2018

Lesa hér...

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Brandur

Siglingar
Nr. máls: 124 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur um borð og dregin til hafnar

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa beiti sér fyrir endurskoðun á reglum, búnaði og/eða skoðunum er varðar rafmagnsmál um borð í minni bátum.

Afgreiðsla

Reglur nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum, er í sífelldri endurskoðun og þá sértaklega atriði er varða rafmagn ein og í þessu tilfelli.

Brúarfoss

Siglingar
Nr. máls: 125 15
Staða máls: Lokuð
03.06.2016

Tillaga í öryggisátt

Skipverji slasast við fall

Nefndin telur nauðsynlegt að skipverjar sem vinna á þilfari kaupskipa á siglingu séu ávallt með björgunarvesti.

Afgreiðsla

Um kaupskip gilda alþjóðlegar reglur þar sem öryggisbelti og líflínur eru ætlaðar skipverjum sem vinna úti á þilfari.