Tillögur í öryggisátt

Gottlieb GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04415
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Guðmundur Jónsson

Siglingar
Nr. máls: 02516
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Opin
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.

Siglingar
Nr. máls: 22-020 S 016
Staða máls: Opin
03.10.2022

Tillaga í öryggisátt

Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.

Afgreiðsla

Tillaga í Öryggisátt til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar

Siglingar
Nr. máls: 23026S014 Þristur ÍS 360
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5. júlí 2024

023040S023 Baldvin Njálsson GK 400

Siglingar
Nr. máls: 23040S023
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að þrýstirofar við færibönd séu útbúnir með þeim hætti að þá þurfi að virkja sérstaklega og að slíkt ákvæði verði fært inn í viðeigandi reglugerð.

Afgreiðsla

Frestur til 5 ágúst 2023.

23030S016 Harpa RE Farþegaskip

Siglingar
Nr. máls: 23030S016
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5 ágúst 2024.

23021S011T01 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to enforce the International Convention on the Fair Treatment of Seafarers in the wake of incidents like these.

Afgreiðsla