Tillögur í öryggisátt

Gottlieb GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04415
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Guðmundur Jónsson

Siglingar
Nr. máls: 02516
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Opin
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.

Siglingar
Nr. máls: 22-020 S 016
Staða máls: Opin
03.10.2022

Tillaga í öryggisátt

Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.

Afgreiðsla

Ronja SH 53

Siglingar
Nr. máls: 002 13
Staða máls: Lokuð
18.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.

Afgreiðsla

Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.

 

Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...

Faxi RE 9

Siglingar
Nr. máls: 013 13
Staða máls: Lokuð
13.12.2013

Tillaga í öryggisátt

Krani brotnar og skipverji slasast

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.

Afgreiðsla

Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.

Þórsnes II SH 109

Siglingar
Nr. máls: 103 13
Staða máls: Lokuð
14.02.2014

Tillaga í öryggisátt

Strandar á Breiðafirði

Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.

Afgreiðsla

Reiknað er með að byrjað verði að mæla Breiðafjörðin sumarið 2017.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 28. janúar 2017

Dröfn RE 35

Siglingar
Nr. máls: 164 13
Staða máls: Lokuð
06.01.2015

Tillaga í öryggisátt

Fær kræklingalínur í skrúfuna

Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar

Afgreiðsla

Breyting til framtíðar:

Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki.  Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.