Samræmi í afstöðu fótstiga
RNSA bendir flugvélasmiðum í heimasmíði að hafa samræmi í afstöðu milli fótstiga og hemla í fram- og aftursæti ef kostur er.
Yfirferð á stýrislæsingum
RNSA beinir eftirfarandi tilmælum til flugvélaeigenda flugvéla sem notaðar eru í almannaflugi á Íslandi:
Að þeir yfirfari flugvélar sínar með tilliti til þess hvort að stýrislæsing (gust lock) sé um borð í flugvél(um) þeirra og geri viðeigandi ráðstafanir ef sætisbelti eru notuð sem stýrislæsing.
Atvinnuflugmenn í einkaflugi
Á undanförnum árum hefur RNSA orðið þess áskynja að óvenjumikið hefur orðið um flugslys og alvarleg flugatvik hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi. RNSA beinir því eftirfarandi tilmælum til atvinnuflugmanna í einkaflugi:
Að atvinnuflugmenn í einkaflugi hugi að flugöryggi og hviki hvergi frá notkun á gátlistum, fylgi verkferlum og faglegum vinnubrögðum sem þeir eru vanir að notast við daglega í störfum sínum sem atvinnuflugmenn.
Veðurskilyrði við kletta eða fjöll
Flugmenn hvattir til að huga að veðurskilyrðum
RNSA leggur áherslu á það við flugmenn að huga vel að veðurskilyrðum og gæta varúðar ef flogið er hlémegin við kletta eða fjöll.
Hvatning til flugmanna að taka tillit til aðstæðna
Tilmæli í kjölfar fluglyss TF-KAY í Svefneyjum
RNSA hvetur flugmenn til þess að taka ávallt tilhlýðilegt tillit til aðstæðna
Veðuraðstæður á flugleiðum nálægt fjöllum og fjallsbrúnum
RNSA vill beina því til flugmanna að gæta varúðar ef flogið er nálægt fjöllum eða fjallsbrúnum og ígrunda vel veðurastæður á flugleiðum sínum
Framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug
RNSA minnir flugmenn á að framkvæma eldsneytisútreikninga fyrir flug og tryggja að nægilegt eldsneyti sé fyrir það flug sem þeir hyggjast fljúga, auk varaeldsneytis.
Notkun gátlista
RNSA minnir flugmenn á að nota gátlista.
Hafa kveikt á ratsjársvara
RNSA hvetur flugmenn til þess að hafa ávallt kveikt á ratsjársvara í flugi, sé hann til staðar.
Tilkynningaskylda og að hrófla ekki við vettvangi
RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til RNSA í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA.