SIGMETs in graphical format

SIGMETs in graphical format

Flug
Nr. máls: 23-016F005
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 08.05.2025

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to present SIGMET areas in graphical format on maps.

Afgreiðsla

Veðurstofan hefur gripið til aðgerða til að bæta framsetningu SIGMETa:

  • Frá árinu 2024 hafa verið framleiddar kyrrmyndir af SIGMET svæðum sem birtast sjálfkrafa á vefsíðu Veðurstofunnar við útgáfu nýs SIGMET.
  • Unnið er að því að varpa kyrrmyndum af SIGMET svæðum líkt og sjá má hér: SIGMET fyrir Ísland og SIGMET fyrir flugstjórnarsvæðið. Þessar myndir eru framleiddar þegar nýtt SIGMET er gefið út og varpast þær þá beint yfir á gamla vefinn á síðu SIGMET VÍ.
  • Verklok þessa fyrsta fasa verkefnisins eru áætluð í lok ágúst 2025.

Þá er ný vefsíða Veðurstofunnar (https://gottvedur.is) í þróun og gert er ráð fyrir að vinna við flugveðurhlutann hefjist á næstu mánuðum. Þar mun verða unnt að birta SIGMET á gagnvirku kortaformi, líkt og gert er á vefjum eins og Skyvector.com. Áætluð verklok eru á fyrri hluta árs 2026.