Improved weather analyzing

Improved weather analyzing

Flug
Nr. máls: 23-016F005
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 08.05.2025

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland recommends to the Icelandic MET Office to improve automation in analyzing weather phenomena (such as turbulence, icing, mountain waves, thunderstorms etc.) in high resolution weather forecasts.

Afgreiðsla

Vinna við þróun sjálfvirkra greiningartækja fyrir veðurfyrirbrigði sem geta haft áhrif á flugöryggi með áherslu á fjallabylgjur, niðurstreymi, ísingu og eldingar er hafin hjá Veðurstofunni.

Í kjölfar atviksins hefur VÍ m.a. gert eftirfarandi:

  • Haldið endurmenntunarnámskeið fyrir flugveðurfræðinga í febrúar 2024 þar sem fjallabylgjur, veðurgreiningar og viðbrögð voru rýnd í kjölfar atviksins.
  • Tekið upp mánaðarlega verkefnafundi til að vinna að sjálfvirkri greiningu veðuraðstæðna.
  • Þróað kort sem sýnir sjálfvirkt hvort niðurstreymi fari yfir viðmiðunarmörk fyrir SEV MTW (≥ 3 m/s). Kortið nær yfir neðstu flughæðarlög upp í FL200 og spannar 6 klst. tímabil.
  • Stefnt að útgáfu sambærilegs korts fyrir efri flughæðarlög.
  • Unnið að framleiðslu yfirlitskorts sem flaggar hættulegar aðstæður á alþjóðaflugvöllum með viðvörunarlitum.

Einnig hefur Veðurstofan hafið samstarf við innri sérfræðinga í gervigreind með það að markmiði að auka sjálfvirknina í greiningu veðurgagna. Við búumst við að fyrstu fullbúnu sjálfvirku greiningarkerfin verði tekin í notkun veturinn 2026.