Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik TF-MAJ við Birtingarholt

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik TF-MAJ við Birtingarholt, nærri Flúðum, þann 6. júní 2019. Skýrslan er gefin út á ensku, þar sem að margir aðilar sem koma að rannsókn málsins eru ekki íslenskir. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik TF-FIV á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik á Keflavíkurflugvelli þann 10. mars 2018. Flugvélin rann út af akbraut við rýmingu flugbrautar 19. Slýrsluna má finna hér.

lesa meira

Takmarkaður opnunartími á skrifstofu RNSA

Í framhaldi af neyðarstigi Almannavarna og Embætti landlæknis sem tók gildi á miðnætti í dag 5.10.2020, mun starfsfólk á skrifstofu RNSA takmarka viðveru sína á skrifstofu. Opnunartími skrifstofu mun því vera takmarkaður en símsvörun ásamt tölvupóst- og fjarfundasamskiptum haldast óbreytt. 

lesa meira

Málum sem er lokað með bókun

Flugsvið RNSA gefur ekki í öllum tilfellum út ítarlegar rannsóknarskýrslur vegna rannsókna sinna. Í sumum tilfellum tekur RNSA þá ákvörðun að loka málum með bókun. Er þetta oft gert þegar nefndin sér ekki tilefni til þess að gefa út formlega tillögu í öryggisátt, en þó megi læra af því sem kom upp.

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik TF-ISR á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik TF-ISR á Keflavíkurflugvelli þann 19. október 2016. Árekstrarhætta við jörðu skapaðist þegar flugvélin lækkaði hratt flugið niður í 221 fet yfir jörðu. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik EI-FHD á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um alvarlegt flugatvik EI-FHD á Keflavíkurflugvelli þann 16. júní 2018. Skýrslan er gefin út á ensku, þar sem margir þeir aðilar sem koma að rannsókn málsins eru ekki íslenskir. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Bráðabirgðaskýrsla um flugslys á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyss TF-FIA á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar 2020, þegar hægra aðalhjólastell gaf sig í lendingu. Skýrslan er gefin út á ensku, þar sem margir þeir aðilar sem koma að rannsókn málsins eru ekki íslenskir. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um flugslys HB-ZOO við Nesjavelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um flugslys HB-ZOO við Nesjavelli þegar þyrla af gerðinni Airbus AS 355 NP brotlenti í fjallendi skömmu fyrir lendingu. Skýrsluna má finna hér.

 

lesa meira

Takmarkaður opnunartími á skrifstofu vegna COVID-19

Í framhaldi af neyðarstigi Almannavarna og Embætti landlæknis sem lýst var yfir fyrir helgi, mun starfsfólk á skrifstofu RNSA takmarka viðveru sína á skrifstofu. Opnunartími skrifstofu mun því vera takmarkaður en símsvörun helst óbreytt. 

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik skömmu eftir flugtak

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks er varð þann 9. ágúst 2018 þegar flugvél TF-FXA missti olíuþrýsting á hægri hreyfli skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélinni var lent aftur á flugvellinum með slökkt á hægri hreyfli. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira