Slysa- og atvikaskýrslur Síða 2

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Grindavíkurvegur 5. mars 2017

Þann 5. mars 2017 var Toyota bifreið ekið suður Grindavíkurveg. Ökumaður bifreiðarinnar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt. Ökumaður, sem var ekki spenntur í öryggisbelti, kastaðist út úr bifreiðinni og lést af völdum fjöláverka. Ökumaður var undir áhrifum áfengis og svefnlyfja þegar slysið átti sér stað.

Skýrsla 05.03.2017
Umferðarsvið

Reykjanesbraut 21. febrúar 2017

Toyota Corolla bifreið var ekið vestur Reykjanesbraut þegar Toyota Land Cruiser bifreið sem kom úr gagnstæðri átt var ekið yfir miðlínu í veg fyrir Corolla bifreiðina. Ökumaður Corolla bifreiðarinnar beygði til vinstri til að reyna að koma í veg fyrir árekstur en á sama tíma beygði ökumaður Land Cruiser bifreiðarinnar aftur inn á réttan vegarhelming þannig að árekstur varð á milli bifreiðanna. Farþegi í Corolla bifreiðinni lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Yfirlýsing um líkamlegt og andlegt heilbrigði 21.02.2017
Umferðarsvið

Grindavíkurvegur 12.1.2017

Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla 12.01.2017
Umferðarsvið