Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur vestan Hunkubakka

Um kl. 11 miðvikudaginn 27. desember ók hópbifreið aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi vestan Hunkubakka. Í kjölfar árekstursins missti ökumaður hópbifreiðarinnar hjól út fyrir veg og valt á hliðina. Um borð voru 46 manns og létust tveir farþegar og nokkrir hlutu alvarlega áverka. Margir farþeganna og ökumaður voru ekki spenntir í öryggisbelti.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Viðhald þungra ökutækja
Áhættumat og öryggis- og heilbrigðisáætlun
Vinnufyrirkomulag ökumanna hópbifreiða
Merkingar og aðgengi áningarstaða 27.12.2017
Umferðarsvið

Miklabraut við Skeiðavog

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að bifreiðin rakst á mikilli ferð utan í vegrið. Ökumaðurinn, sem var undir áhrifum fíkniefna og áfengis, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Vanrækslugjald 25.11.2017
Umferðarsvið

Sæbraut við Kirkjusand 06.11.2017

Reiðhjólamaður hjólaði inn á Sæbraut gegn rauðu gönguljósi og rakst hann utan í hlið Ford bifreiðar sem ekið var austur Sæbraut. Ford bifreiðin var með Audi bifreið í drætti þegar slysið átti sér stað og varð reiðhjólamaðurinn í kjölfarið fyrir Audi bifreiðinni.

Reiðhjólamaðurinn lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla 06.11.2017
Umferðarsvið

Ferjuhöfnin við Árskógssand

Bifreið var ekið út af ferjubryggju á Árskógssandi og hafnaði hún í sjónum. Í bifreiðinni var ökumaður og tveir farþegar og létust þau í slysinu. Ökumaður hefur sennilega misst meðvitund við aksturinn af óþekktum ástæðum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Endurskoðun reglugerðar um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum 03.11.2017
Umferðarsvið

Valhallarbraut 28.8.2017

Að kvöldi 28. ágúst 2017 féll farþegi út úr leigubifreið á ferð. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust nokkrum dögum síðar á spítala.

Skýrsla 28.08.2017
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur 29.06.2017

Seinni part dags þann 29. júní 2017 var Nissan bifreið ekið yfir á rangan vegarhelming á Norðurlandsvegi í Öxnadal og lenti framan á Suzuki bifreið sem ekið var á móti.
Vegurinn var með nýlögðu bundnu slitlagi og var ekki búið að mála miðlínur þegar slysið átti sér stað.

Ökumaður Nissan bifreiðarinnar lést í kjölfar slyssins en farþegi í Nissan bifreiðinni og ökumaður Suzuki bifreiðarinnar slösuðust ekki alvarlega.

Skýrsla 29.06.2017
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 vestan við Freysnes

Jeppabifreið með hjólhýsi í eftirdragi var ekið austur Þjóðveg 1 við Freysnes. Miklar vindhviður urðu til þess að hjólhýsið tók að sveiflast til með þeim afleiðingum að hjólhýsið og bifreiðin ultu. Ökumaður sem var ekki með öryggisbelti spennt kastaðist út úr bifreiðinni og lést af völdum fjöláverka.

Skýrsla 01.06.2017
Umferðarsvið

Álfhella Hafnarfirði

Bifreið sem ekið var vestur Álfhellu var beygt í veg fyrir bifhjól sem kom á mikilli ferð úr gagnstæðri átt. Ökumaður bifhjólsins kastaðist af hjólinu í slysinu og hlaut banvæna áverka. Í skýrslunni birtir nefndin tillögu í öryggisátt um ökuréttindi og ökutækjaskrá.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Ökuréttindi og ökutækjaskrá 24.05.2017
Umferðarsvið

Nesjavallaleið 22.5.2017

Hjólreiðamaður var einn á ferð á reiðhjóli á Nesjavallaleið eftir hádegi mánudaginn 22. maí 2017. Hann missti jafnvægið og féll af hjólinu. Hann var ekki með hjálm og hlaut banvæna höfuðáverka í slysinu. Að mati nefndarinnar eru líkur á að maðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið með hjálm.

 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hjálmanotkun reiðhjólamanna 22.05.2017
Umferðarsvið

Eyjafjarðarbraut 22.5.2017

Drengur ók torfæruhjóli inn á Eyjafjarðarbraut í veg fyrir bifreið. Drengurinn lést í slysinu. Í skýrslunni birtir nefndin tillögu í öryggisátt varðandi skert útsýn vegna trjáa.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Skert útsýn vegna trjáa 22.05.2017
Umferðarsvið