25-006U001T02. Öryggisúttekt á undirbyggingu vegar
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að gera öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn.
Ökumaður vörubifreiðarinnar missti stjórn á henni á tiltölulega beinum um 130 metra löngum kafla þar sem undirbygging vegarins virðist hafa gefið sig en langsum hæðarmismunur innan hægri akreinar í norðurátt var mestur 16 cm og halli mestur um 12 gráður. Slík brot í vegi geta skapað hættuástand þegar glerhálka myndast.