24-002U002T01. Þéttari staðsetningar fyrstu viðbragðsaðila á Suðausturlandi

24-002U002T01. Þéttari staðsetningar fyrstu viðbragðsaðila á Suðausturlandi

Umferð
Nr. máls: 2024-002U002
Staða máls: Opin
Farðu í skýrslu 03.06.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla, með menntuðum og þjálfuðum sjúkraflutningamönnum, á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma og auka möguleika til lífsbjargandi inngripa á vettvangi alvarlegra slysa.

Í þessu slysi, við Skaftafell, leið talsvert langur tími (44 mínútur) þar til fyrsta sjúkraflutningamannaða sjúkrabifreiðin kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga HSU er sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Aukin þéttni full mannaðra starfsstöðva sjúkraflutninga, með menntuðum og þjálfuðum sjúkraflutningamönnum, á þessu svæði allt árið er mikilvæg til að auka lífslíkur þeirra sem lenda í alvarlegum slysum.

Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð í Skaftafelli yfir sumartímann árin 2023 og 2024 en Skaftafell er staðsett á svæði sjúkrabílaþjónustunnar þar sem lengst er á milli fastra starfsstöðva eða 200 km. Áætlað er að staðsetja fullbúna sjúkrabifreið, með þjálfaðri sjúkraflutningaáhöfn, aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025. Sú staðsetning styttir til muna fyrstu viðbragðstíma sjúkrabíla og möguleika til lífsbjargandi inngripa þegar slys verða á Suðausturlandi.

Umferð sem fer um svæðið á vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli.

Afgreiðsla