Sæbraut við Súðarvog

Sæbraut við Súðarvog

Gangandi vegfarandi á leið þvert yfir Sæbraut, á ljósastýrðri gönguleið, við Súðarvog. Á sama tíma var Audi A4 fólksbifreið ekið norður Sæbraut og á gangandi vegfarandann á vinstri akrein Sæbrautar til norðurs. Hann lést samstundis. Í skýrslunni kemur fram að Audi bifreiðinni var ekið yfir tvöföldum hámarkshraða og að rautt gangbrautarljós var á gönguleiðinni þegar vegfarandinn fór yfir Sæbraut.

Skýrsla
Tilmæli/Ábendingar:
Gönguljós fyrir gangandi vegfarendur
Of hraður akstur (1) 29.09.2024
Umferðarsvið