Of hraður akstur (1)

Umferð
Nr. máls: 2024-048U017
07.10.2025

Of hraður akstur

Nefndin hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum og ítrekar mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.

Í þessu atviki var hraðinn mikill og stöðug hraðaaukning í aðdraganda slyssins. Slíkt er eingöngu heimilt í þar til gerðu afmörkuðu umhverfi akstursbrauta. Ökumaður í mikilli hröðun veitir umhverfinu minni athygli og getur mögulega verið með þrönga rörsýn beint fram veginn. Skortur á athygli með umhverfinu auk mikillar hröðunar og hraða í kjölfarið er hættuleg blanda sem á ekkert erindi í almennri umferð.

Líkur á banaslysum aukast verulega þegar um of hraðan akstur er að ræða.  Leyfður hámarkshraði hverju sinni er meðal annars miðaður við aðstæður og hönnun vega.

Tengill á skýrslu